Íslensk söngkona springur út í Þýskalandi Tónlistarkonan Ásdís María Viðarsdóttir er búsett í Berlín þar sem hún lifir sínu besta lífi og vinnur af fullum krafti í heimi tónlistarinnar. Hún hefur að mestu leyti starfað sem lagahöfundur á undanförnum árum en það þróaðist eiginlega óvart yfir í það að hún syngur nú eitt vinsælasta lagið í Þýskalandi, Dirty Dancing. Blaðamaður tók púlsinn á Ásdísi. 20.9.2022 16:01
„Finnst lítið spennandi að fara í jakkaföt og skyrtu“ Förðunarfræðingurinn Ísak Freyr Helgason hefur starfað innan tískuheimsins í langan tíma og farðað hinar ýmsu stórstjörnur, á borð við Íslandsvinkonuna Katy Perry og Dua Lipa. Hann elskar hvað tískan er breytileg og hefur farið í gegnum ólík tímabil í klæðaburði en hallast núna að andro stíl og hefur alltaf verið hrifinn af litum og munstrum. Ísak Freyr er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 18.9.2022 07:02
„Victoria's Secret er gamall maður sem býr í Ohio“ Tónlistarkonan Jax situr í þrettánda sæti Íslenska listans á FM þessa vikuna með lagið Victoria's Secret. Lagið er ádeila á undirfatarisann þar sem Jax syngur meðal annars um skaðlega fegurðarstaðla og segir Victoria's Secret einfaldlega vera gamlan mann sem býr í Ohio. 17.9.2022 16:00
Opna sýninguna Sjávarmál í Austurríki: „Sjórinn sem er okkur Íslendingum svo mikilvægur“ Í gær opnaði sérstakur listviðburður í Austurríki að frumkvæði Kristínar A. Árnadóttur sendiherra Íslands gagnvart Austurríki. Viðburðurinn verður opinn um helgina og koma ýmsir íslenskir listamenn við sögu. 17.9.2022 14:00
„Það er ekkert sem er manni óviðkomandi“ Chanel Björk er baráttu- og fjölmiðlakona sem berst fyrir fjölbreytileika þjóðarinnar. Hún var valin í hóp topp tíu framúrskarandi ungra Íslendinga árið 2021 og lýsir sér meðal annars sem miklum pælara. Chanel Björk er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 17.9.2022 11:30
„Þegar ég byrjaði að hægja á mér og vera til fóru hlutirnir fyrst að gerast fyrir alvöru“ Tónlistarmaðurinn snny kemur frá New York en hefur verið búsettur hér á landi síðustu ár ásamt íslenskri kærustu sinni og barni. Hann og Arnar Ingi eða Young Nazareth byrjuðu að vinna saman að tónlist í fyrra, lögðu lokahönd á heila plötu saman í byrjun árs og hún var að koma út í dag. 16.9.2022 15:30
Setur upp listasýningu til heiðurs ömmu sinni Fjöllistamaðurinn JóiPé hefur löngum verið tengdur við íslensku tónlistarsenuna en ásamt því að semja og flytja tónlist er hann myndlistarmaður. JóiPé opnar listasýningu á morgun í Gróskusal á Garðatorgi sem er tileinkuð ömmu hans, Margréti Thorlacius, en þau hafa alltaf átt sterkt og gott samband að sögn Jóa. 16.9.2022 13:30
Fólk þurfi einbeittan brotavilja til að koma augu á falin listaverk Pétur Geir Magnússon er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst, þar sem hann ræðir meðal annars um ástríðu sína fyrir lágmyndum og hvernig hann hefur þróað þessa ástríðu í listsköpun sinni. 11.9.2022 13:00
„Rokkstjörnustælar og bling“ Litagleði, gelluvíbrur og rokkstjörnu stælar einkenna Júlíu Grönvaldt, sem starfar sem listrænn stjórnandi og stílisti við fjölbreytt verkefni tengd tísku, menningu og listum. Hún lærði tískumiðlun í Flórens á Ítalíu en flutti heim eftir námið til að vinna sem sjálfstætt starfandi og elskar að geta notað ástríðu sína á tísku í starfi. Júlía er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 11.9.2022 07:01
Elton John og Britney Spears klífa listann: „Ég er í skýjunum með viðbrögðin“ Elton John og Britney Spears sitja í ellefta sæti Íslenska listans á FM þessa vikuna með lagið Hold Me Closer. Lagið er endurgerð á Tiny Dancer, sögulegu lagi Elton John, og var kynnt inn sem líklegt til vinsælda í síðustu viku. 10.9.2022 16:01