Opin samkeppni um myndlistarverk fyrir Auglýsingahlé Billboard Dagana fyrsta til þriðja janúar 2023 verður svokallað Auglýsingahlé á yfir 450 skjáum Billboard um alla Reykjavíkurborg en Billboard efnir nú til opinnar samkeppni um myndlistarverk í almenningsrými í samstarfi við Y gallery og Listasafn Reykjavíkur. 26.9.2022 17:00
Listrænir bræður opna frumlega listasýningu Bræðurnir og listamennirnir Arngrímur Sigurðsson og Matthías Rúnar Sigurðsson standa fyrir samsýningu í Ásmundarsal sem ber nafnið Vættatal. Á sýningunni vinna þeir með hinar ýmsu skepnur og skoffín og er nóg af verum í salnum á borð við svokallaðar sýsiforlirfur og hafgúur. 26.9.2022 13:30
KÚNST: Kvenlæga mýktin í forgrunni Fjöllistakonan Júlíanna Ósk Hafberg er óhrædd við að fara eigin leiðir í sinni listsköpun og takmarkar sig ekki við ákveðinn listmiðil. Þegar henni fannst striginn farinn að hafa áhrif á flæði listsköpunarinnar tók hún málin í eigin hendur og fór sjálf að smíða striga og ramma. Júlíanna Ósk Hafberg er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. 25.9.2022 10:00
„Mér finnst fötin ekki skapa manninn heldur öfugt“ Það má með sanni segja að tískan einkenni líf og tilveru fatahönnuðarins Sædísar Ýrar en hún hefur vakið athygli fyrir litadýrð, glans og gleði í fatalínu sinni By Sædís Ýr. Hún hvetur fólk til að vera óhrætt við að finna sinn eigin stíl og fylgja sínu en það sem hún elskar mest við tískuna er hvað hún er fjölbreytt. Sædís Ýr er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 25.9.2022 07:00
Britney Spears og Elton John á toppi Íslenska listans Tónlistarfólkið Britney Spears og Elton John sendu frá sér lagið Hold Me Closer í lok ágúst við góðar viðtökur. Lagið fór í fyrsta sæti á breska vinsældarlista, náði inn á topp tíu á bandaríska Billboard listanum og situr nú í fyrsta sæti Íslenska listans á FM957. 24.9.2022 16:01
Frumsýning á nýju tónlistarmyndbandi Systra Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi hljómsveitarinnar Systur við lagið Dusty Road. Þetta er fyrsti síngúll sem Systur senda frá sér eftir þátttöku þeirra í Eurovision í vor en blaðamaður tók púlsinn á þeim og fékk að heyra nánar frá sköpunarferlinu á bak við lagið og myndbandið. 23.9.2022 11:32
Samdi lag fyrir þá sem eru í lægð Tónlistarkonan Brynja Bjarnadóttir var að gefa út lagið My oh My sem er hluti af væntanlegri breiðskífa frá Brynju. Hún hefur verið starfrækt í íslensku tónlistarlífi undanfarin fjögur ár og átti meðal annars lag í íslensku Netflix seríunni Katla. 22.9.2022 15:31
KÚNST: „Við erum öll í grunninn nakin“ Fjöllistakonan Júlíanna Ósk Hafberg er hugfangin af mjúkri, berskjaldaðri og kvenlægri orku en vinnustofa hennar og verk endurspegla það með sanni. Júlíanna Ósk notast við fjölbreytta miðla í listsköpun sinni, smíðar sína eigin ramma, opnaði vinnustofu í miðbænum og lætur ekkert stoppa sig en hún er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. 22.9.2022 06:30
Nýjasta stórstjarna Hollywood fer sínar eigin leiðir Leikkonan Florence Pugh fer með aðalhlutverk í umtöluðu kvikmyndinni Don't Worry Darling sem frumsýnd verður á föstudaginn næsta í kvikmyndahúsum um allan heim. Florence, sem er 26 ára gömul, hefur vakið mikla athygli að undanförnu fyrir glæsilegan stíl sinn, yfirvegað viðhorf og einlæga, sjarmerandi nærveru. Blaðamaður ákvað að fara yfir feril Florence og fá nánari innsýn í líf þessarar rísandi stórstjörnu. 21.9.2022 11:30
Íslensk söngkona springur út í Þýskalandi Tónlistarkonan Ásdís María Viðarsdóttir er búsett í Berlín þar sem hún lifir sínu besta lífi og vinnur af fullum krafti í heimi tónlistarinnar. Hún hefur að mestu leyti starfað sem lagahöfundur á undanförnum árum en það þróaðist eiginlega óvart yfir í það að hún syngur nú eitt vinsælasta lagið í Þýskalandi, Dirty Dancing. Blaðamaður tók púlsinn á Ásdísi. 20.9.2022 16:01