Er komin til að vera og halda hlutunum áhugaverðum Tónlistarkonan Tara Mobee var að senda frá sér sína fyrstu plötu sem ber nafnið Weird Timing. Tara semur öll lög plötunnar sjálf ásamt textum og Eyþór Úlfar Þórisson stýrði upptökunum. Tara ætlar að kryfja hvert einasta lag plötunnar á Instagram síðu sinni í næstu viku en blaðamaður tók púlsinn á henni og fékk smá forskot á sæluna. 7.10.2022 10:01
Raftónlistarhátíð í Reykjavík um helgina Tónlistarhátíðin Extreme Chill fer fram dagana sjötta til níunda október í Reykjavík en þetta í þrettánda sinn sem hátíðin er haldin. 4.10.2022 16:01
Nýtt tónlistarmyndband frá Ásgeiri Trausta Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi Ásgeirs Trausta við lagið Borderland. Myndbandinu var leikstýrt af Einari Egilssyni en lagið er hluti af væntanlegri plötu sem kemur út í lok október og ber nafnið Time on my hands. 4.10.2022 11:30
KÚNST: Ákvað að verða myndlistarmaður þegar hann var tíu ára Sigurður Sævar Magnúsarson er listamaður sem segir listina hafa fylgt sér nánast allt sitt líf. Hann festi nýverið kaup á gamla Argentínuhúsinu á Barónsstíg þar sem hann hyggst setja upp ýmsa menningar- og listviðburði á næstu árum. Sigurður Sævar er viðmælandi vikunnar í nýjasta þætti af KÚNST. 4.10.2022 06:31
„Meira shit“ frá Issa Tónlistarmaðurinn Issi tók lagið sitt Meira Shit í beinni útsendingu í seríu frá útvarpi 101 og Stúdíó Sýrlandi sem ber nafnið 101 sessions. 3.10.2022 16:31
„Goðsagnakennd djammkvöld“ „Mánudagsklúbburinn á Prikinu hefur fengið endurvakningu lífdaga. Goðsagnakennd djammkvöld hér á árum áður,“ segir Geoffrey Þ. Huntingdon-Williams, eigandi Priksins. Mánudagsklúbburinn var gríðarlega vinsæll fyrir um áratugi síðan og er nú leiddur af þremur ungum konum, þeim Valgerði, Heiðbrá og Nadiu, sem sérhæfa sig í skvísutónum og góðri stemningu. 3.10.2022 14:31
Persónuleg heimildarmynd um einstakt ferðalag til Nepal Listamaðurinn Brandur Bryndísarson Karlsson deilir ævintýralegu ferðalagi sínu til Nepal í nýfrumsýndri heimildarmynd sem ber nafnið Atomy og er eftir Loga Hilmarsson. Myndin segir frá einstöku ferðalagi Brands þegar hann fór að hitta meistara austrænna lækningafræða, Rahuk Bharti, og var frumsýnd á RIFF í gærkvöldi. 3.10.2022 13:31
Ágætis staðfesting að fá hrós frá Virgil Abloh Bergur Guðnason er þrítugur fatahönnuður sem hefur komið víða að í heimi tískunnar. Bergur útskrifaðist úr LHÍ árið 2017, bjó um stund í París þar sem hann starfaði fyrir tískuhús á borð við Haider Ackermann og Acne Studios og hannaði þar flíkur fyrir tískupalla sem fóru í sölu síðar meir. Hann starfar nú hjá 66 norður og er meðal annars að hanna sérstakar línur fyrir væntanlega verslun fyrirtækisins í Bretlandi. Bergur Guðna er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 2.10.2022 07:00
Ábreiða Bríetar af lagi Ásgeirs Trausta slær í gegn Bríet skipar sjöunda sæti íslenska listans þessa vikuna með einstaka ábreiðu sína af laginu Dýrð í Dauðaþögn sem Ásgeir Trausti gaf út fyrir tíu árum síðan af samnefndri plötu. 1.10.2022 16:01
Úkraínskir listamenn sýna í Hörpu Harpan iðar af menningu og lífi að vanda en samtökin Artists4Ukraine standa fyrir fjölbreyttri listasýningu þar um þessar mundir. Samtökin hafa á undanförnum mánuðum staðið fyrir ýmsum listviðburðum þar sem allur ágóði rennur óspart til góðgerðasamtaka í Úkraínu. Næstkomandi mánudag verður stór söfnunarviðburður á þeirra vegum í Kaldalóni. 1.10.2022 14:00