Sextán ára handtekinn fyrir tvö morð á heimili frægs listamanns Sextán ára strákur hefur verið handtekinn vegna gruns um að hann hafi framið tvö morð í úthverfi Stokkhólms. Fundust tvær konur látnar í einbýlishúsi sem samkvæmt sænskum miðlum er í eigu frægs listamanns. 13.10.2023 16:05
Óvenju mikið af lús á Vestfjörðum Óvenjuslæm staða er hvað varðar laxalús á í eldiskvíum á Vestfjörðum. Matvælastofnun (MAST) hefur heimilað lyfjameðhöndlanir á átta eldissvæðum vegna þessa. 13.10.2023 15:25
Morðingi Abe fær sínu framgengt Japanska ríkið hefur krafist þess að starfsemi Sameiningarkirkjunnar þar í landi verði lögð niður. Fyrrverandi forsætisráðherra Japan var myrtur vegna þess að morðingi hans taldi hann tengjast kirkjunni. 13.10.2023 14:59
Kynnar Söngvakeppninnar þurfa ekki að kynnast Kynna Söngvakeppni sjónvarpsins í ár þarf ekki að kynna fyrir hvert öðru enda eru þeir þeir sömu og í fyrra, það eru Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Sigurður Þorri Gunnarsson og Unnsteinn Manuel Stefánsson. Lögin sem keppa í ár verða tilkynnt 27. janúar á næsta ári. 13.10.2023 10:02
Eiga ekki von á að ráðherramálin verði rædd Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir fund stjórnarþingmanna sem fram fer á Þingvöllum í dag hafa verið skipulagðan fyrir nokkrum vikum síðan. Hún á ekki von á því að ráðherramálin verði rædd. 13.10.2023 09:19
Bjartviðri í borginni Í dag er von á norðanátt, tíu til átján metrum á sekúndu. Hvassast verður fyrir austan en bjartviðri verður á Suður- og Vesturlandi. Búist er við því að það lægi vestantil í kvöld. 13.10.2023 08:56
Ákvað að ganga ekki í herinn heldur halda sig á Íslandi Ekkert lát virðist vera á átökum Ísraela og Hamas-liða. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur lofað Ísraelum eilífum stuðningi. Ísraeli sem búsettur er hér á landi segir samlanda sína þurfa að standa saman. 12.10.2023 21:01
Foreldrar verði að vera góð fyrirmynd þegar kemur að símanotkun Rithöfundur segir neyðarástand ríkja vegna stöðu ungmenna í ýmsum málum. Taka þurfi á málinu undir eins. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir foreldra verða að taka spjallið og vera góðar fyrirmyndir. 12.10.2023 19:00
Óttast að spítalinn breytist í líkhús Átök Ísraela og Hamas-liða héldu áfram í nótt og í morgun. Palestínumenn segja að stærsti spítali Gasasvæðisins verði rafmagnslaus eftir fjóra daga fái þeir ekki eldsneyti til að halda rafstöðvum gangandi. Ákveðin upplýsingaóreiða ríkir vegna átakanna. 12.10.2023 12:28
Óttast um líf vina sinna Íslensk-palestínskur kennari við Háskóla Íslands óttast um líf vina sinn á Gasasvæðinu. Þjóðstjórn hefur tekið við í Ísrael til að bregðast við neyðarástandinu og virðist allt stefna í að herinn þar í landi ráðist inn á Gasasvæðið. 11.10.2023 21:13