Morðinginn í Texas ófundinn og gæti verið hvar sem er Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt fimm nágranna sína í bænum Cleveland í Texas í gær er enn ófundinn. Lögreglan hefur varað við að hann sé vopnaður og gæti verið í felum hvar sem er. 30.4.2023 13:49
Ellefu látnir eftir gasleka Ellefu manns hafa látið lífið í borginni Ludhiana í norðurhluta Indlands eftir það sem talið er að sé gasleki. Uppruni lekans er yfirvöldum enn óljós. 30.4.2023 11:41
Eldur logaði í báti í Sandgerðishöfn Eldur kviknaði í báti í Sandgerðishöfn í morgun. Barst eldurinn í brúna og varð hann alelda. Nokkrum klukkutímum áður hafði slökkviliðið slökkt eld í sama bát. 30.4.2023 10:56
Sögð hafa káfað á ungum karlmönnum og segir af sér Formaður Fagbevægelsens Hovedorganisation, alþýðusambandsins í Danmörku, hefur sagt af sér vegna ásakana um að hafa farið yfir mörk í samskiptum sínum við unga karlmenn. Síðustu daga hafa nokkrir meðlimir sambandsins kallað eftir því að hún segði af sér. 30.4.2023 09:53
Sprengisandur: Ópíóíðar, Kárahnjúkar og fasteignamarkaðurinn Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar frá klukkan tíu til klukkan tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem efst eru á baugi í samfélaginu hverju sinni. 30.4.2023 09:45
Krefjast þess að ákvörðunin verði endurskoðuð Stjórn Vinstri grænna í Kópavogi hefur lýst furðu sinni á samþykktum sem gerðar voru nýlegar á fundi bæjarstjórnar í sveitarfélaginu er varða starfsemi menningarhúsa í bænum. Er þess krafist að ákvarðanirnar verði endurskoðaðar. 30.4.2023 09:19
Áframhaldandi næturfrost Búist er við áframhaldandi norðlægri átt í dag, átta til þrettán metrum á sekúndu en fimm til tíu metrum á sekúndu sunnanlands. Léttskýjað verður í dag en þykknar upp norðantil seinni partinn með stöku éli. 30.4.2023 08:15
Hryðjuverkamaður náðaður og yfirgaf fangelsið á hestbaki Hryðjuverkamaðurinn György Budaházy var meðal þeirra sem forseti Ungverjalands, Katalin Novák, náðaði á föstudag, nokkrum dögum fyrir heimsókn páfans til landsins. Yfirgaf hann fangelsið á hestbaki. 30.4.2023 08:10
Freyja gerð ódauðleg með styttu í Osló Reist hefur verið stytta af vandræðarostungnum Freyju í Osló, höfuðborg Noregs. Freyja var aflífuð í ágúst á síðasta ári vegna ágengni almennings og ferðamanna þar sem hún dvaldi á smábátabryggju nærri Osló. 30.4.2023 07:46
Reyndi að hindra störf sjúkraflutningamanna með því að halda í börur Einn var handtekinn í nótt eftir að hafa reynt að hindra lögreglu og sjúkraflutningamenn við störf í samkvæmi. Lögreglan hafði mætt á svæðið vegna meðvitundarlauss gests. 30.4.2023 07:21