Nemandi fluttur á slysadeild eftir sprengingu við Langholtsskóla Einn nemandi við Langholtsskóla var fluttur á slysadeild eftir að tilraun með þurrís utan skólatíma fór úrskeiðis. Fyrr um daginn hafði nemandinn verið í efnafræðikennslustund þar sem gerð var tilraun með efnið. 11.5.2023 16:19
Leigufélög enn spennandi fjárfesting þrátt fyrir brotthvarf Heimstaden Leigufélagið Heimstaden mun á næstu mánuðum minnka íbúðasafn sitt á Íslandi. Ástæðan mun vera sú að lífeyrissjóðir vildu ekki fjárfesta í félaginu. Að sögn framkvæmdastjóra lífeyrissjóðs þýðir þetta ekki að leigufélög þyki minna spennandi vara fyrir fjárfesta. 11.5.2023 11:52
Segir það ekki satt að hún geti afturkallað leyfið Matvælaráðherra segir það ekki rétt að hún geti afturkallað hvalveiðileyfi Hvals hf. sem er í gildi út þetta ár. Ekki liggur fyrir hvort leyfið verði endurnýjað á næsta ári. 9.5.2023 20:02
Auka þurfi aðhald í efnahagsstjórninni Að mati sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru hagvaxtarhorfur á landinu fremur jákvæðar. Þeim fylgir þó ójafnvægi og er áhætta töluverð. Auka þurfi aðhald í efnahagsstjórninni en samtímis verja stöðu þeirra sem lakast standa. Komandi kjaraviðræður séu tækifæri til að tengja betur raunlaun og framleiðnivöxt. 9.5.2023 11:16
„Þetta hlýtur að teljast óásættanlegt“ Ný skýrsla Matvælastofnunar um velferð hvala og hvalveiðar er sláandi að sögn matvælaráðherra. Nú fer að hefjast síðasta vertíð núverandi leyfistímabils og ráðherra telur að skoða þurfi málin vel áður en nýtt leyfi verður gefið út. 8.5.2023 21:02
Höfuðkúpubrotnaði eftir hnefahögg á djamminu Karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hrinda manni fyrir utan skemmtistað á Reykjanesi í október árið 2021. Hlaut árásarþoli höfuðkúpubrot og alvarlega varanlega áverka á höfði. 7.5.2023 13:59
„Staðan er að versna og hún mun versna“ Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli næstu helgi vegna aðgerðarleysis stjórnvalda þegar kemur að málefnum heimilanna. Formaður VR segir ástandið minna á árin í kringum hrunið. 7.5.2023 11:08
Vond lykt á hótelherbergi reyndist vera af líki undir rúmi Ferðamaður í Tíbet þurfti að skipta um herbergi á hóteli vegna vondrar lyktar sem angaði um allt herbergið sem honum var úthlutað. Nokkrum dögum síðar kom í ljós að lyktin var af rotnandi líki undir rúminu sem maðurinn átti að gista í. 7.5.2023 09:39
Sprengisandur: Landspítalinn, fasteignamarkaðurinn og Úkraína Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar frá klukkan tíu til klukkan tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem efst eru á baugi í samfélaginu hverju sinni. 7.5.2023 09:31
Allt að fjórtán stiga hiti Í dag er spáð austlægri átt, fimm til þrettán metrar á sekúndu. Súld og rigning með köflum en yfirleitt þurrt norðaustanlands. Hiti verður víða á bilinu sjö til fjórtán stig. 7.5.2023 08:43
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent