„Þetta er krefjandi en þetta eru fórnir sem við þurfum öll að færa“ Nýjar ruslatunnur eru á leiðinni til borgarbúa og bætist að minnsta kosti ein tunna við flest öll heimili landsins í sumar. Einhverjir hafa kvartað yfir því að hafa ekki pláss í tunnuskýlum sínum fyrir nýju tunnuna. Samskiptastjóri Sorpu segir innviðauppbyggingu heimilanna vera eðlileg þróun. 21.5.2023 18:56
Fréttakviss vikunnar: Hljóðfæraþjófnaður, Eurovision og nafngiftir Hversu vel fylgist þú með fréttum og líðandi stund? Taktu þátt í Fréttakvissi vikunnar sem er í boði á Vísi á laugardögum. 20.5.2023 07:00
Hitti forsetann sinn óvænt við Hallgrímskirkju Hin tékkneska Katerina Supikova hitti óvænt forseta Tékklands, Petr Pavel, þegar hún var að vinna á Kaffi Loka í miðbæ Reykjavíkur í gær. Kíkti forsetinn í kaffi til hennar en hún segir að þarna hafi hún upplifað kyngimagnaða stund. 18.5.2023 17:00
„Komin á þann stað að ég tek ábyrgð“ Klukkan 19:15 mætast Valur og Tindastóll í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Pavel Ermolinskij varð Íslandsmeistari með Val sem leikmaður en stendur nú á hliðarlínunni og stefnir á að sigra Val. 18.5.2023 16:20
Fjögur börn lifðu af flugslys og tvær vikur í óbyggðum Yfirvöld í Kólumbíu hafa fundið fjögur börn sem voru týnd í Amazon-frumskóginum í sextán daga eftir flugslys. Móðir barnanna lést í slysinu sem og bæði flugmaður og aðstoðarflugmaður vélarinnar. 18.5.2023 15:16
Sviðshöfundur Loreen segist ekki hafa stolið af Sæmundi Lotta Furebäck, einn sviðshöfunda atriðis Loreen í Eurovisison, segist ekki hafa séð kvikmynd íslenska listamannsins Sæmundar Þórs Helgasonar en þótti útlit söngkonunnar í keppnini ansi líkt útliti aðalpersónu úr stuttmynd Sæmundar. Líkindin séu einungis tilviljun. 18.5.2023 14:25
Þóttist vera látinn faðir sinn og stal ellefu milljónum Karlmaður hefur verið dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stolið ellefu milljónum úr dánarbúi föður síns. Til þess að stela peningnum þóttist hann vera faðir sinn. 18.5.2023 13:33
Nýr staðarhljómsveitarstjóri Sinfó er 22 ára Bresk-finnski hljómsveitarstjórinn Ross Jamie Collins hefur verið ráðinn staðarhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands starfsárið 2023-24. Collins verður 22 ára á þessu ári. 18.5.2023 13:16
„Það er bara lægð á eftir lægð“ Lægð gengur yfir suðvesturhornið þessa stundina og færist hún norðaustur yfir landið í dag. Von er á annarri lægð á morgun og hafa gular viðvaranir verið gefnar út á vestanverðu landinu vegna hennar. Höfuðborgarbúar þurfa að bíða aðeins lengur eftir sumrinu. 18.5.2023 13:12
Gular viðvaranir á morgun Gular viðvaranir verða í gildi á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra á morgun. Búist er við allt að tuttugu metrum á sekúndu og gætu vindhviður náð 25 metrum á sekúndu. 18.5.2023 11:56
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti