Fréttamaður

Bjarki Sigurðsson

Bjarki er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kynnar Söngva­keppninnar þurfa ekki að kynnast

Kynna Söngvakeppni sjónvarpsins í ár þarf ekki að kynna fyrir hvert öðru enda eru þeir þeir sömu og í fyrra, það eru Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Sigurður Þorri Gunnarsson og Unnsteinn Manuel Stefánsson. Lögin sem keppa í ár verða tilkynnt 27. janúar á næsta ári.

Eiga ekki von á að ráð­herra­málin verði rædd

Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir fund stjórnarþingmanna sem fram fer á Þingvöllum í dag hafa verið skipulagðan fyrir nokkrum vikum síðan. Hún á ekki von á því að ráðherramálin verði rædd. 

Bjart­viðri í borginni

Í dag er von á norðanátt, tíu til átján metrum á sekúndu. Hvassast verður fyrir austan en bjartviðri verður á Suður- og Vesturlandi. Búist er við því að það lægi vestantil í kvöld.

Óttast að spítalinn breytist í lík­hús

Átök Ísraela og Hamas-liða héldu áfram í nótt og í morgun. Palestínumenn segja að stærsti spítali Gasasvæðisins verði rafmagnslaus eftir fjóra daga fái þeir ekki eldsneyti til að halda rafstöðvum gangandi. Ákveðin upplýsingaóreiða ríkir vegna átakanna. 

Óttast um líf vina sinna

Íslensk-palestínskur kennari við Háskóla Íslands óttast um líf vina sinn á Gasasvæðinu. Þjóðstjórn hefur tekið við í Ísrael til að bregðast við neyðarástandinu og virðist allt stefna í að herinn þar í landi ráðist inn á Gasasvæðið.

Katrín segir hugsan­legt að Bjarni taki annað ráðu­neyti

Forsætisráðherra segir ákvörðun Bjarna Benediktssonar um að segja af sér ráðherraembætti vera virðingarverða og rétta. Ákvörðunin hafi þó alfarið komið frá honum sjálfum. Stjórnin standi traustum fótum og ekki sé von á kosningum. Hugsanlega komi Bjarni til með að taka við öðru ráðherraembætti.

Sjá meira