Fréttamaður

Bjarki Sigurðsson

Bjarki er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Lík­legt að loka þurfi vegum vegna veðurs

Von er á stórhríð á Vestfjörðum og Snæfellsnesi á morgun, og gætu vindhviður náð allt að 36 metrum á sekúndu. Aðalvarðstjóri á Ísafirði segir að vegna veðursins gæti þurft að ráðast í lokanir á vegum.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar er rætt við formann Neytendasamtakanna sem segir ótrúlegt hversu mörg mál tengd fyrirtækinu Base Parking rati á borð samtakanna. Fyrirtæki verði að vanda til verka þegar neytendur treysti þeim fyrir eigum sínum, sem í þessum tilvikum eru oft á tíðum mjög dýrar bifreiðar.

Reynt að hafa á­hrif á meinta þol­endur mansals Davíðs

Ljóst þykir að einhver matar meinta þolendur í mansalsmáli Davíðs Viðarssonar með röngum upplýsingum um stöðu þeirra hér á landi. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir þolendunum hafa verið hótað brottvísun á þeim tíma sem þau störfuðu fyrir fyrirtæki Davíðs.

Vonar að bú­setu í húsinu verði hætt

Slökkviliðsstjóri segir það dapurt að einhver búi í húsi í jafnslæmu ástandi og kona sem rætt var við í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær gerir. Hann segir að þrátt fyrir meintan þrýsting hennar á leigusalann sé ábyrgðin alltaf hans. 

Spyr hvers vegna maðurinn sé enn hér á landi

Maðurinn sem er í haldi lögreglu vegna stunguárásar í Valshverfinu hefur staðið í hótunum við fjölda aðila síðustu ár. Vararíkissaksóknari, sem er eitt af fórnarlömbum mannsins, spyr hvers vegna maðurinn sé enn hér á landi.

„Ég er bara skít­hrædd hérna“

Öryrki óttast um líf sitt þar sem hún segir leigusala ekki standa við loforð um framkvæmdir svo húsnæðið sem hún býr í geti verið mannsæmandi. Hún segir ástandið versna með hverjum deginum.

Sendi fjöl­skyldu sína úr landi af ótta við stungu­manninn

Eigandi OK Market í Valshverfinu sendi fjölskyldu sína úr landi vegna hótana manns sem síðan stakk hann í versluninni í síðustu viku. Hann segir manninn hafa áreitt sig stanslaust í sex ár og lögregluna ekki gera neitt til þess að aðstoða hann. Maðurinn heldur áfram að hóta honum þrátt fyrir að vera í gæsluvarðhaldi.

Sjá meira