Lýstu yfir hættustigi á Keflavíkurflugvelli Flugvél á leiðinni frá Frankfurt til Chicago lenti á Keflavíkurflugvelli fyrir örskömmu síðan. Hættustigi var lýst yfir á Keflavíkurflugvelli fyrir lendinguna. 30.6.2022 21:01
Mikil óþolinmæði í samfélaginu Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að fólk geti verið nokkuð rólegt yfir því að verið sé að færa faglega símaþjónustu Læknavaktarinnar til heilsugæslnanna. Breytingin tekur gildi 1. september næstkomandi. 30.6.2022 19:46
Hulda Elsa og Ásgeir Þór skipuð aðstoðarlögreglustjórar Hulda Elsa Björgvinsdóttir hefur verið skipuð aðstoðarlögreglustjóri á ákærusviði Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri á löggæslusviði sama embættis. 30.6.2022 18:20
Ketanji Jackson fyrsta svarta konan í hæstarétti Ketanji Brown Jackson var í dag fyrst svartra kvenna til að taka sæti í Hæstarétti Bandaríkjanna. Hún tekur við af Stephen Breyer sem er að setjast í helgan stein. 30.6.2022 18:07
Boða til verkfalls vegna áburðar- og eldsneytisskorts Stærstu landbúnaðarfyrirtæki Argentínu hafa boðað til verkfalls vegna viðvarandi skorts á bæði áburði og eldsneytis. Vörubílstjórar hafa mótmælt háu eldsneytisverði undanfarna daga. 29.6.2022 23:59
Tökur hefjist í fyrsta lagi eftir tvö ár Aðdáendur ofurnjósnarans James Bond þurfa að sætta sig við dágóða bið eftir næstu mynd samkvæmt upplýsingum frá Barböru Broccoli, framleiðanda myndanna. Framleiðsla myndarinnar muni ekki hefjast fyrr en í fyrsta lagi eftir tvö ár. 29.6.2022 22:48
Travis Barker með brisbólgu Travis Barker, trommari hljómsveitarinnar Blink-182 og nýbakaður eiginmaður Kourtney Kardashian, liggur nú inni á spítala með brisbólgu. 29.6.2022 21:11
Biðst afsökunar á að hafa brugðist þolendum Vítalía Lazareva segist hafa brugðist öðrum þolendum í Twitter-færslu í kvöld. Þórður Már Jóhannesson, Ari Edwald og Hreggviður Jónsson hafa kært hana og Arnar Grant fyrir tilraun til fjárkúgunar, hótanir og brot gegn friðhelgi einkalífsins. 29.6.2022 20:49
Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir hryðjuverkaárásirnar í París Salah Abdeslam var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir aðild sína að hryðjuverkaárásum í París í nóvember árið 2015. 130 manns létust í árásunum og slösuðust 490 aðrir. 29.6.2022 19:47
Ellefu af sextán sagt sig úr flokknum síðan nýr formaður tók við Fyrrum formaður Danska þjóðarflokksins, Kristian Thulesen Dahl, hefur nú sagt sig úr þingflokk þeirra. Hann er ellefti þingmaður þeirra til að segja sig úr flokknum síðan Morten Messerschmidt tók við formannsembætti flokksins þann 23. janúar síðastliðinn. 29.6.2022 18:41