Rándýrt að skoða Komododreka og starfsmenn farnir í verkfall Kostnaður við að ferðast á tvær eyjur sem eru heimkynni Komododrekans átjánfaldaðist um mánaðamót júlí og ágúst. Ferðamenn þurfa nú að borga 3,75 milljónir indónesískra rúpía til að fá aðgang að eyjunni, tæpar 35 þúsund íslenskar krónur. 3.8.2022 11:29
Jón Mikael ráðinn framkvæmdastjóri notendalausna Origo Jón Mikael Jónasson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri notendalausna hjá Origo og mun hefja störf í byrjun næsta mánaðar. Hann kemur frá Ölgerðinni þar sem hann hefur starfað síðustu tuttugu ár. 3.8.2022 10:26
Sjö prósent hækkun á íslenska markaðnum í júlí Íslenski hlutabréfamarkaðurinn hækkaði um sjö prósent í júlí eftir kröftugar lækkanir í júní. Af þeim 22 félögum sem skráð eru á aðallista kauphallarinnar voru nítján sem hækkuðu í verði en þrjú félög lækkuðu. 3.8.2022 10:07
Jarðskjálfti nálægt Grímsvötnum af stærðinni 3,7 Jarðskjálfti af stærðinni 3,7 mældist 2,7 kílómetra norðnorðaustur af Grímsfjalli klukkan tuttugu mínútur yfir tvö í dag. Fyrir utan þennan stóra skjálfta hefur verið lítið um virkni á svæðinu. 2.8.2022 16:53
Tvær alvarlegar líkamsárásir um helgina Tilkynnt var um nítján líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu um helgina, þar af tvær alvarlegar árásir. Þá var tilkynnt um tíu innbrot, fimm þeirra í bifreiðar og geymslur en eitt í íbúðarhúsnæði. 2.8.2022 16:35
Kröfur upp á tæpa 22 milljarða í þrotabú þriggja félaga tengdum Primera Skiptum á þremur félögum tengdum flugfélaginu Primera Air lauk þann 22. júlí síðastliðinn. Samtals voru kröfur upp á rúma 22 milljarða í félögin Primera Air ehf., PTG hf. og PI ehf. 2.8.2022 14:50
Túristagos ekki endilega jákvætt Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir almannavarnir og aðra viðbragðsaðila vera viðbúna ef það skildi byrja að gjósa. Allir reyni að halda sér eins upplýstum og hægt er. Túristagos hafi vissulega jákvæð áhrif á efnahaginn en það sé ekkert grín þegar það gýs svona nálægt byggð. 2.8.2022 14:15
Ein tilkynning um kynferðisbrot á Suðurlandi um helgina Alls barst lögreglunni á Suðurlandi ein tilkynning um kynferðisbrot um helgina. Einnig barst tilkynning um mögulega byrlun. Alls voru 360 mál og verkefni skráð hjá embættinu yfir helgina. 2.8.2022 12:15
Eldgos gæti tekið af okkur báða vegina til Suðurnesja Eldfjallafræðingur segir það vera skynsamlegt að byggja annan alþjóðaflugvöll fjarri Keflavíkurflugvelli. Það gæti gerst að eldgos taki af okkur bæði Suðurstrandarveg og Reykjanesbrautina þannig að engin leið sé fyrir bílaumferð til og frá Reykjanesi. 2.8.2022 11:23
Tvöfölduðu tígrisdýrastofninn á tíu árum en glíma nú við tíðari árásir Stjórnvöldum í Nepal hefur tekist að tvöfalda tígrisdýrastofn sinn á tíu árum. Nú glíma landsmenn þó við tíðari árásir frá dýrunum. 29.7.2022 11:34