Elías Jón fæddist árið 1966 og var 56 ára að aldri. Skagafréttir greina frá þessu en samkvæmt þeim bjó Elías lengi vel á Akranesi sem barn en faðir hans, Sveinn Elías Elíasson, var um tíma bankastjóri Landsbankans á Akranesi.
Elías var við sjósund ásamt öðrum sjósundsmönnum að kvöldi til þann 9. ágúst síðastliðinn en ítarleg leit hófst rétt eftir klukkan hálf níu það kvöld þegar Elías skilaði sér ekki í land.
Um fimmtíu björgunarsveitarmenn komu að leitinni ásamt lögreglu og þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar.