Hætta við þátttöku í Eurovision vegna hás kostnaðar Svartfellingar koma ekki til með að taka þátt í Eurovision á næsta ári. Að sögn svartfellska ríkissjónvarpsins er það vegna hás kostnaðar sem fylgir þátttöku í keppninni. 15.10.2022 13:26
Dæmi um að fólk svipti sig lífi í staðinn Stjórnarmaður samtaka um lífsvirðingu segir dæmi um að fólk svipti sig lífi þar sem það fái ekki dánaraðstoð. Hann hvetur alþingismenn til að taka á málinu. Ræðumenn frá fjórum löndum fjölluðu um dánaraðstoð á málþingi sem fram fór í gær. 15.10.2022 12:21
Tólf ára stúlka fannst látin í ferðatösku Tólf ára stúlka fannst látin í ferðatösku í París í gær. Krufning fer fram í dag en fjórir eru nú í haldi lögreglunnar vegna málsins. 15.10.2022 11:56
Mikilvægasta stundin í dag Mögulegt er að hámarksrennsli hafi runnið undan Grímsvötnum í nótt. Ef svo er mun flóðatoppurinn ná til Gígjukvísla seinna í dag. Enn sjást engin merki um aukna skjálftavirkni í Grímsvötnum. 15.10.2022 09:25
Rigning, slydda og gular viðvaranir Í dag er ekki spáð úrkomu sunnantil á landinu en norðantil verður rigning eða slydda. Búast má við snjókomu á heiðum. Vaxandi norðanátt er á landinu, víða 13-20 metrar á sekúndu. Gular viðvaranir taka gildi um norðanvert landið um hádegisbilið í dag. 15.10.2022 08:49
Bræður dæmdir fyrir morðið á Galizia George og Alfred Degiorgio voru í gær dæmdir í fjörutíu ára fangelsi hvor um sig fyrir morðið á maltnesku blaðakonunni Daphne Caruana Galizia árið 2017. Þriðji maðurinn, Vince Muscat, hafði þegar játað á sig aðild að morðinu. 15.10.2022 08:21
Aukning í fæðingarþunglyndi feðra Ljósmóðir sem sér um mæðravernd segist hafa orðið vör við aukningu í fæðingarþunglyndi hjá feðrum og mökum. Hægt er að skima alla foreldra, ekki bara mæður. 15.10.2022 07:53
Tvær líkamsárásir í nótt Karlmaður var í nótt handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna gruns um líkamsárás í Laugardalnum. Maðurinn var ölvaður þegar hann var handtekinn og beðið er eftir því að af honum renni til að taka af honum skýrslu vegna málsins. 15.10.2022 07:25
Eldsvoði við Grandagarð í nótt Eldur kviknaði í bakhúsi við Grandagarð í nótt. Mikill eldur og reykur var á svæðinu þegar slökkviliðið kom á staðinn. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og ná tökum á honum. 15.10.2022 07:15
Kveður eftir tuttugu ár sem hafnarstjóri Guðmundur Magnús Kristjánsson hefur starfað sem hafnarstjóri hjá höfnum Ísafjarðarbæjar síðastliðin tuttugu ár. Nú er komið að starfslokum og ætlar Guðmundur að kveðja með flugeldasýningu á gamlársdag. Fyrsta verkefni eftir starfslok verður að læra á básúnu. 15.10.2022 07:01