Robbie Coltrane er látinn Leikarinn Robbie Coltrane sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Hagrid í kvikmyndunum í Harry Potter er látinn, 72 ára að aldri. 14.10.2022 16:58
Hvalaskoðunarskúr sem hefur ekkert með hvalaskoðun að gera Búið er að koma fyrir skúr sem við fyrstu lítur út fyrir að eiga að hýsa hvalaskoðunarfyrirtæki á bryggju við Reykjavíkurhöfn. Skúrinn er þó ekki fyrir ferðamenn heldur er leikmynd fyrir íslenska sjónvarpsþáttaröð sem kemur út á næsta ári. 14.10.2022 16:09
Kona á áttræðisaldri talin leiða hægri-öfga hóp Talið er að 75 ára kona sé leiðtogi hægri-öfga hóps sem skipulagði mannrán og fleiri árásir í Þýskalandi. Konan var í gær handtekin vegna málsins. 14.10.2022 14:55
Máttu nota uppfinningu nýsköpunarstjóra Íslenskar orkurannsóknir þurfa ekki að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum fyrir notkun á uppfinningum sem starfsmaðurinn fann upp á meðan hann var enn starfsmaður. Starfsmaðurinn taldi sig eiga rétt á hluta af nettóhagnaði af uppfinningunum. 14.10.2022 13:24
Íshellan sigið um fimmtán metra Íshellan í Grímvötnum hefur sigið um fimmtán metra síðan hlaup hófst fyrr í vikunni. Rennsli hefur enn ekki náð hámarki við brúna á þjóðvegi 1. Enn sjást engin merki um gosóróa í eldstöðinni. 14.10.2022 12:16
„Óboðleg staða“ í Vestmannaeyjum Bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar segir að samgöngur milli eyja og lands séu óboðlegar þessa stundina. Herjólfur III er að leysa Herjólf IV af á meðan sá síðarnefndi er í slipp. Herjólfur III er tvisvar búinn að bila í þessari viku. 14.10.2022 11:07
Arion banki hækkar vexti Arion banki hefur hækkað vexti óverðtryggðra og verðtryggðra íbúðalána frá og með deginum í dag. Bankinn fylgir því fordæmi Landsbankans sem hækkaði vexti fyrr í vikunni. 14.10.2022 10:20
Efast um hæfi MAST Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) segja viðbrögð Matvælastofnunar (MAST) við vanrækslu hrossa í Borgarfirði ekki vera í samræmi við alvarleika málsins. Samtökin skora á MAST að tryggja viðunandi aðbúnað dýranna á meðan málið er enn í skoðun. 14.10.2022 09:33
„Þetta er svo mikill hryllingur“ Búið er að hleypa hestunum í Borgarfirði sem Vísir hefur fjallað um í sumar út. Þeir voru lokaðir inni um langt skeið og efast hestafólk í nærsveitum um að þeir lifi veturinn af, svo illa eru þeir farnir. 13.10.2022 15:33
Pappaskeiðarnar heyra brátt sögunni til Eftir áramót verður hvorki boðið upp á plast- né pappaskeiðar með skyri og öðrum mjólkurvörum frá MS. Markaðsstjóri MS hvetur verslanir til að bjóða upp á skeiðar í verslunum í staðinn. 13.10.2022 11:52