Glæsileg þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi opnuð Ný þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi var formlega opnuð á föstudaginn fyrir helgi. Miðstöðin er um sjö hundruð fermetrar að stærð og kostaði ríflega sex hundruð milljónir króna. 27.3.2023 11:45
Afmarka göngugötuhluta Laugavegs betur Gatnamót Laugavegs og Frakkastígs, þar sem fyrrnefnd gatan verður að göngugötu, verða betrumbætt á næstu dögum og afmörkun göngugötusvæðisins gerð skýrari. 27.3.2023 10:24
Gróðursetja milljón plöntur á fimm árum Með verkefninu Nýmörk sem nýlega var sett á laggirnar er stefnt að því að gróðursetja eina milljón plöntur á næstu fimm árum víðs vegar um landið. Gert er ráð fyrir því að plönturnar muni ná að þekja fjögur hundruð til fimm hundruð hektara af landi. 27.3.2023 10:10
Það sem skal gera við rýmingu Lögreglan á Austurlandi hefur birt tilmæli á Facebook-síðu sinni um hvað skal gera við rýmingu. Unnið er að því að rýma hús bæði í Neskaupstað og á Seyðisfirði. 27.3.2023 09:37
Kerfi sem bjóði þingmönnum upp á spillingu Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir fyrirkomulag við bókanir ríkisstarfsmanna á flugferðum bjóða upp á spillingu. Þarna sé verið að viðhalda kerfi sem hvetji starfsmenn ríkisins til þess að beina viðskiptum sínum til ákveðins flugfélags. 24.3.2023 16:56
Kallar eftir varkárni ökumanna eftir að hafa orðið fyrir bíl Ekið var á arkitektinn Hildi Gunnlaugsdóttur er hún hjólaði á gangstétt upp Njálsgötu í gær. Hún slapp vel með skrekkinn en biður ökumenn um að gæta sín betur þegar gangstéttir eru þveraðar. Hver viti nema kona með barnavagn eða barn á hjóli sé sá sem er á leið á gangstéttinni. 24.3.2023 13:56
Ný stjörn kjörin hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi Ný stjórn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) var kjörin á aðalfundi samtakanna í dag. Auk formanns skipa nítján manns stjórnina. 24.3.2023 11:02
Þingmenn fá punkta á sitt kort fyrir flugferðir greiddar af ríkinu Þingmenn sem ferðast til útlanda vegna starfs síns fá flugpunkta á kort sín fljúgi þeir með ákveðnum flugfélögum, þrátt fyrir að ferðin sé greidd af ríkinu. Punktana geta þeir svo notað sjálfir þegar flogið er í persónulegum erindagjörðum. Forstjóri Play segir að þarna sé svakalegur hvati sem stýri viðskiptum þingmannanna. 24.3.2023 09:50
Gengst við að hafa ekki lýst starfsferli sínum rétt Edda Falak, blaðamaður hjá Heimildinni, hefur gengist við því að hafa ekki lýst stöðu sinni hjá ákveðnum fyrirtækjum á sviði fjármála í Danmörku rétt. Biðst hún velvirðingar á þessu en Heimildin segir að starfsferill hennar hafi ekki haft nokkur áhrif á hlutverk hennar innan fjölmiðilsins. 24.3.2023 09:15
Röskva fékk tólf menn en Vaka fimm Röskva vann kosningar til Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Kosningarnar fóru fram í dag og í gær en Vaka fékk fimm fulltrúa af sautján og Röskva tólf. Vaka fékk síðast tvo menn kjörna í ráðið. 23.3.2023 23:28