Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Þingmaður Viðreisnar vill að nýr barnamálaráðherra skoði það að alvöru að reka aftur meðferðarheimili fyrir börn að Háholti í Skagafirði. Skrítið sé að nýta húsnæðið ekki á meðan málaflokkurinn er á jafnslæmum stað og hann er núna. 20.4.2025 14:02
Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Kópavogsbær hefur hætt við brattar hækkanir á gjaldskrá vegna sumarnámskeiða bæjarins. Bæjarstjórinn segist hafa rætt við foreldra í bænum um málið og ákveðið að leggja fram nýja tillögu á fundi bæjarráðs. 20.4.2025 12:11
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Íslenskur framleiðandi einnar stærstu kvikmyndar heimsins í ár, segir velgengnina að einhverju leyti koma á óvart. Honum tókst að setja sitt mark á myndina og er afar ánægður með útkomuna. 19.4.2025 22:03
Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Bæjarfulltrúi í Kópavogi segir miklar hækkanir á gjaldskrá vegna sumarnámskeiða bæjarins vera fráleitar. Það sé dapurlegt að ungmennaráð fái ekki að ræða hækkanirnar. 19.4.2025 20:02
„Það er eitthvað við það að vera hérna“ Yfir tvö þúsund manns renndu sér niður brekkur Hlíðarfjalls í gær, og búist er við sama fjölda í dag. Rekstrarstjóri segir færið á barmi fullkomnunar. Það styttist í að skíðatímabilinu ljúki. 19.4.2025 14:30
Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Talskona Stígamóta segir áhyggjuefni ef hópnauðganamálum fari fjölgandi. Fjöldi mála komi aldrei upp á yfirborðið, meðal annars vegna þess að brotaþolar treysti ekki kerfinu. 19.4.2025 13:18
Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Meðferðarheimilið Háholt í Skagafirði er komið aftur á sölu. Sveitarstjóri telur húsið henta vel sem meðferðarheimili fyrir börn en ríkið hefur hingað til ekki haft áhuga á því. Hann vonar að nýr ráðherra endurskoði þá afstöðu. 18.4.2025 18:23
Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Maður sem ætlar að ganga rúmlega fjögur hundruð kílómetra með hundrað kílóa kerru í eftirdragi segir gönguna táknræna. Hann gengur til að vekja athygli á starfsemi Píetasamtakanna. 18.4.2025 13:03
Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Fjármálaráð gerir margvíslegar athugasemdir í umsögn sinni um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem nú er í meðförum Alþingis. Rætt verður við fjármálaráðherra í hádegisfréttum Bylgjunnar, en hann tekur undir með fjármálaráði að það sé óheppilegt að fjármálastefna og fjármálaáætlun séu samtímis til umfjöllunar á Alþingi. 18.4.2025 11:49
Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Þrátt fyrir að Væb-bræður séu af veðbönkum taldir næstólíklegastir til að vinna Eurovision, þá er alls ekki öll von úti. Sömu veðbankar telja 34 prósent líkur á að þeir komist upp úr riðlinum. 15.4.2025 09:58