Eitt af hverjum tíu börnum misnotað kynferðislega Eitt af hverjum tíu börnum hefur verið misnotað kynferðislega og um helmingur hefur orðið fyrir stafrænu kynferðisofbeldi. Næstum þriðjungur tíundubekkinga glímir reglulega við sjálfsvígshugsanir samkvæmt nýrri rannsókn. 4.9.2023 19:33
Ætlar að tvöfalda uppbyggingu til að bregðast við niðursveiflu Framboð á nýjum íbúðum virðist vera að dragast saman þrátt fyrir að ríki og borg hafi gert með sér tímamótasamkomulag á síðasta ári um fjölgun þeirra. Innviðaráðherra segist ætla að tvöfalda uppbyggingu leiguíbúða á næstu þremur árum. 30.8.2023 21:39
Ólga meðal útgerðarinnar vegna tillagna ráðherra Matvælaráðherra ætlar að hækka veiðigjald, auka gagnsæi í sjávarútvegi og leggur til auðlindaákvæði í stjórnarskrá. SFS gagnrýnir áætlanir um hækkunina. Ráðherrann veitist að meðalstórum útgerðafyrirtækjum, segir talsmaður þeirra 29.8.2023 19:01
„Þau verða bara að tala saman“ Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort hún ætli að viðhalda veiðibanni á stórhvölum. Hún segist stefna á að taka ákvörðun sem fyrst en starfsmenn ráðuneytis hennar séu að vinna úr skýrslu sem birt var í gær um frávik við veiðar á hvölum. 29.8.2023 14:29
Áframhaldandi bann hafi alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur einsýnt að matvælaráðherra leyfi hvalveiðar að nýju enda hafi hún brotið lög með því að banna þær. Verði það ekki niðurstaðan muni hafi það alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Von er á nýrri skýrslu um hvernig draga má úr frávikum við veiðar á langreyðum í dag. 28.8.2023 12:15
Fólk að bugast vegna aukinnar greiðslubyrði Veruleg fjölgun hefur orðið á því að fólk leitar til Hagsmunasamtaka heimilanna vegna greiðsluerfiðleika og fer þeim enn fjölgandi. Útlit er fyrir að fólk gæti farið að missa heimili sín vegna aukinnar greiðslubyrði. 23.8.2023 20:30
Vaxtahækkanir Seðlabankans ýti undir verðbólgu Stýrivextir hafa ríflega tólffaldast á tveimur árum og hafa ekki verið hærri í fjórtán ár. Seðlabankastjóri segir verðhækkanir, þenslu í ferðaþjónustu og spennu á vinnumarkaði skýra hækkun vaxta. Hagsmunasamtök og verkalýðsfélög fordæmdu hækkunina í dag. 23.8.2023 19:00
Hagkerfið ennþá yfirspennt Seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar sagði að hagkerfið væri ennþá yfirspennt þegar nefndin hækkaði stýrivexti fjórtánda skiptið í röð í morgun. Peningastefnan hafi virkað en verkefnið hafi stækkað vegna gríðarlegs hagvaxtar. 23.8.2023 11:22
Sýni að hvalveiðar séu sóun fjármuna og tímabært að hætta þeim alfarið Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir nýja skýrslu um hvalveiðar sýna að þær séu sóun fjármuna fyrir ríkið og ekki síst fyrir fyrirtækið Hval hf. Í skýrslunni kemur fram að bein efnahagsleg áhrif hvalveiða á þjóðarbúið eru lítil. Andstaða gagnvart veiðunum erlendis virðist ekki hafa efnahagsleg áhrif hér á landi. 22.8.2023 12:01
Lögbrotin hafi verið ásetningur en ekki mistök Bankastjóri Íslandsbanka ætlar að gera sitt besta til að endurnýja traust hjá þeim viðskiptavinum sem snúið hafa baki við bankanum. Ekki sé þó að vænta frekari breytinga á næstunni á stjórn eða starfsmannahaldi. Forseti ASÍ segir lögbrot bankans hafa verið alvarlegur ásetningur og því hafi samtökin ákveðið að hætta viðskiptum við hann. 21.8.2023 18:32