Yazan mjög verkjaður og faðir hans brákaður Lovísa Arnardóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 17. september 2024 10:33 Kristbjörg segir að allt verði gert til að tryggja öryggi Yazans og fjölskyldu hans. Stöð 2/Bjarni Kristbjörg Arna Elínudóttir Þorvaldsdóttir aðstoðarkona Yazans hitti hann og fjölskyldu hans í gær. Hún er ein þeirra sem mótmælir fyrir utan fund ríkisstjórnarinnar á Hverfisgötu. Hún segir Yazan þreyttan eftir að hafa setið í hjólastól í sjö tíma í gær og faðir hans brákaðan eftir aðgerðir lögreglu. „Ég hitti þau í gær og þau eru í áfalli. Þau eru í sjokki hvernig var komið fram við þau,“ segir Kristbjörg og að faðir Yazans sé brákaður. Hún hafi fylgt honum á spítala í gær. „Þau eru gríðarlega þakklát að vera áfram hérna á Íslandi,“ segir Kristbjörg en að á sama tíma eigi fjölskyldan erfitt með að átta sig á því hvað taki við. Brottflutningi þeirra til Spánar var skyndilega frestað í gær að beiðni ráðherra. Þau voru komin upp á flugvöll og höfðu verið þar í nokkra tíma þegar það gerðist. Lögreglan hafði þá sótt þau á spítalann þar sem Yazan hafði dvalið undanfarið. Kristbjörg segir marga stressaða yfir framhaldinu Hún segir Yazan þreyttan núna og illt í bakinu. Hann eigi erfitt með að sitja. „Hann var sitjandi í hjólastól í sjö tíma í varðhaldi lögreglunnar í gær,“ segir Kristbjörg og að hann eigi erfitt með að fara fram úr núna. Hún segir fjölskylduna alla saman á spítalanum. Fólk sé að fylgjast með spítalanum. „við erum gríðarlega hrædd hvað gerist. Auðvitað ætlum við að fylgjast með Yazan og sjá hvað mun gerast,“ segir Kristbjörg og að aðgeðrir lögreglu í gær hafi komið öllum að óvörum, enda um miðja nótt. Við gefumst ekki við. Við höldum áfram,“ segir Kristjana og að þau muni tryggja að fjölskyldan veðri áfram örugg. Bein útsending Nokkur hundruð manns eru saman komin við Hverfisgötu í miðbæ Reykjavík fyrir utan skrifstofur forsætisráðuneytisins þar sem ríkisstjórnin situr á reglubundnum þriðjudagsfundi sínum. Mál Yazans er eitt þeirra sem er á dagskrá fundarins. Mótmælin eru friðsæl og hefur fólkið sungið Maístjörnuna, Vikivaka og fleiri íslensk lög. Sólveig Arnarsdóttir leikkona er meðal skipuleggjenda og hún segir mikilvægt að hafa kærleikann að vopni í mótmælunum. Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður Stöðvar 2 er á staðnum og tekur mótmælendur tali. Mál Yazans Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir „Við viljum þetta ekki“ Mótmælendur á Hverfisgötu segja kröfu sína einfalda. Að Yazan og fjölskylda hans fái að vera á Íslandi. Það verði rof á þjónustu með brottflutningi til Spánar sem geti stytt ævi hans. Mótmælt hefur verið fyrir utan ríkisstjórnarinnar frá því klukkan átta í morgun. 17. september 2024 10:11 Hundruð mótmæla brottvísun Yazan Um tvö hundrað manns mótmæla fyrirhuguðum brottflutningi Yazan Tamini, ellefu ára langveiks drengs frá Palestínu, við Hverfisgötu. Ríkisstjórnin fundar þar núna í morgunsárið á sínum reglulega þriðjudagsfundi og er mál Yazans eitt þeirra sem er á dagskrá fundarins. Búið er að loka Hverfisgötunni við Lækjargötu vegna mótmælanna. 17. september 2024 08:24 Mest lesið Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
„Ég hitti þau í gær og þau eru í áfalli. Þau eru í sjokki hvernig var komið fram við þau,“ segir Kristbjörg og að faðir Yazans sé brákaður. Hún hafi fylgt honum á spítala í gær. „Þau eru gríðarlega þakklát að vera áfram hérna á Íslandi,“ segir Kristbjörg en að á sama tíma eigi fjölskyldan erfitt með að átta sig á því hvað taki við. Brottflutningi þeirra til Spánar var skyndilega frestað í gær að beiðni ráðherra. Þau voru komin upp á flugvöll og höfðu verið þar í nokkra tíma þegar það gerðist. Lögreglan hafði þá sótt þau á spítalann þar sem Yazan hafði dvalið undanfarið. Kristbjörg segir marga stressaða yfir framhaldinu Hún segir Yazan þreyttan núna og illt í bakinu. Hann eigi erfitt með að sitja. „Hann var sitjandi í hjólastól í sjö tíma í varðhaldi lögreglunnar í gær,“ segir Kristbjörg og að hann eigi erfitt með að fara fram úr núna. Hún segir fjölskylduna alla saman á spítalanum. Fólk sé að fylgjast með spítalanum. „við erum gríðarlega hrædd hvað gerist. Auðvitað ætlum við að fylgjast með Yazan og sjá hvað mun gerast,“ segir Kristbjörg og að aðgeðrir lögreglu í gær hafi komið öllum að óvörum, enda um miðja nótt. Við gefumst ekki við. Við höldum áfram,“ segir Kristjana og að þau muni tryggja að fjölskyldan veðri áfram örugg. Bein útsending Nokkur hundruð manns eru saman komin við Hverfisgötu í miðbæ Reykjavík fyrir utan skrifstofur forsætisráðuneytisins þar sem ríkisstjórnin situr á reglubundnum þriðjudagsfundi sínum. Mál Yazans er eitt þeirra sem er á dagskrá fundarins. Mótmælin eru friðsæl og hefur fólkið sungið Maístjörnuna, Vikivaka og fleiri íslensk lög. Sólveig Arnarsdóttir leikkona er meðal skipuleggjenda og hún segir mikilvægt að hafa kærleikann að vopni í mótmælunum. Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður Stöðvar 2 er á staðnum og tekur mótmælendur tali.
Mál Yazans Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir „Við viljum þetta ekki“ Mótmælendur á Hverfisgötu segja kröfu sína einfalda. Að Yazan og fjölskylda hans fái að vera á Íslandi. Það verði rof á þjónustu með brottflutningi til Spánar sem geti stytt ævi hans. Mótmælt hefur verið fyrir utan ríkisstjórnarinnar frá því klukkan átta í morgun. 17. september 2024 10:11 Hundruð mótmæla brottvísun Yazan Um tvö hundrað manns mótmæla fyrirhuguðum brottflutningi Yazan Tamini, ellefu ára langveiks drengs frá Palestínu, við Hverfisgötu. Ríkisstjórnin fundar þar núna í morgunsárið á sínum reglulega þriðjudagsfundi og er mál Yazans eitt þeirra sem er á dagskrá fundarins. Búið er að loka Hverfisgötunni við Lækjargötu vegna mótmælanna. 17. september 2024 08:24 Mest lesið Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
„Við viljum þetta ekki“ Mótmælendur á Hverfisgötu segja kröfu sína einfalda. Að Yazan og fjölskylda hans fái að vera á Íslandi. Það verði rof á þjónustu með brottflutningi til Spánar sem geti stytt ævi hans. Mótmælt hefur verið fyrir utan ríkisstjórnarinnar frá því klukkan átta í morgun. 17. september 2024 10:11
Hundruð mótmæla brottvísun Yazan Um tvö hundrað manns mótmæla fyrirhuguðum brottflutningi Yazan Tamini, ellefu ára langveiks drengs frá Palestínu, við Hverfisgötu. Ríkisstjórnin fundar þar núna í morgunsárið á sínum reglulega þriðjudagsfundi og er mál Yazans eitt þeirra sem er á dagskrá fundarins. Búið er að loka Hverfisgötunni við Lækjargötu vegna mótmælanna. 17. september 2024 08:24