Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Ekki er að sjá á dómi héraðsdóms í máli Margrétar Löf að langvarandi heimilisofbeldi hennar gagnvart foreldrum sínum hafi verið tilkynnt til lögreglu. Varaformaður velferðarnefndar telur að mögulega þurfi að skýra betur í lögum hvenær heilbrigðisstarfsmenn mega rjúfa þagnarskyldu komi upp rökstudd ástæða til þess. 18.12.2025 13:18
Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Hagstæðast er að gera jólainnkaupin í Prís samkvæmt verðlagskönnun ASÍ. Hagfræðingur samtakanna ráðleggur fólki að gera verðsamanburð áður en ráðist er í stórinnkaup því oft geti munað um háar fjárhæðir. Súkkulaði hækkar mest milli ára. 17.12.2025 21:30
„Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Það er ríkissaksóknara að meta hvort dómurinn yfir Margréti Löf hafi verið of vægur segir settur varahéraðssaksóknari í málinu. Hún var í gær dæmd í 16 ára fangelsi fyrir manndráp og sérstaklega hættulega líkamsárás. Ákæruvaldið benti á að það væru lagaskilyrði fyrir lengri dómi. Lögmaður hálfbróður hennar segir samfélagslega óttækt að kröfu um brottfall erfðaréttar hafi verið vísað frá. Haldið verði áfram með málið. 17.12.2025 13:00
Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Hinn íslenski jólaraunveruleiki er viðfangsefni söngleikjakórsins Viðlags sem heldur tónleika í Salnum í kvöld. Þar verður sungið um allt frá Labubu- kapphlaupinu á Svörtum föstudegi til þriðju vaktarinnar um jólin. 9.12.2025 21:09
Telur rétt að sniðganga Eurovision Menningarmálaráðherra telur rétt að sniðganga Euróvisjón í ljósi þess að ákveðið hafi verið að leyfa Ísraelum að taka þátt. Það sé hins vegar ekki ráðherra að ákveða hvaða leið verði farin heldur stjórnar Ríkisútvarpsins. 9.12.2025 12:48
Fólk farið að reykja kókaínið Ópíóða- og kókaínfíkn er að aukast og reglulega kemur fólk sem reykir kókaín sem er enn hættulegra að sögn formanns Matthildarsamtakanna. Hún telur núverandi stefnu stjórnvalda í málaflokknum hafa gengið sér til húðar því þrátt fyrir met í haldlagningu vímuefna séu vísbendingar um að bæði framboð og eftirspurn hafi aukist á árinu. 8.12.2025 19:20
„Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Seðlabankastjóri býst við að verðbólga verði komin mjög nálægt markmiði tveggja komma fimm prósenta markmiði bankans á næsta ári. Afar ánægjulegt hafi verið að sjá að verðbólga hjaðnaði milli mánaða í síðustu mælingu. 7.12.2025 16:32
Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Skipulögð glæpastarfsemi hefur aldrei verið eins umfangsmikil hér á landi og er nú svipuð og á öðrum Norðurlöndum að sögn stjórnanda hjá ríkislögreglustjóra. Gríðarlegt magn fíkniefna flæði til landsins samfara þróuninni. Það komi því ekki á óvart að hvert metið á fætur öðru hafi verið slegið í haldlagningu fíkniefna. 5.12.2025 19:00
Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Framkvæmdastjóri sjóðsstýringarfyrirtækisins Stefnis, fagnar því að fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hafi ákveðið að herða lánþegaskilyrði vegna nýrra sameignasamninga á fasteignamarkaði. Um áttatíu manns hafa sótt um slíka samninga. Stefnir rekur sex sjóði fyrir byggingafyrirtæki sem bjóða upp á formið. Sameignarformið felur í sér að kaupandi semur í raun við Stefni, byggingafyrirtæki og nýja fjárfestingarfyrirtækið Aparta. 5.12.2025 08:02
Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Tollgæslan hefur kært hátt í þrjú hundruð mál vegna innflutnings á fíkniefnum- og lyfjum á þessu ári. Tæplega helmingur málanna flokkast sem stórfelld brot. Hvert Íslandsmetið á fætur öðru hefur fallið í ár þegar kemur að haldlagningu á efnum á landamærum. 4.12.2025 19:00