Fréttamaður

Auður Ösp Guðmundsdóttir

Auður Ösp er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Þegar mið­borgin stóð í ljósum logum

Þann 18. apríl 2007 varð einn alvarlegasti eldsvoði í sögu Reykjavíkur þegar stórbruni braust út í húsnæði við Austurstræti, í hjarta miðborgarinnar. Eldurinn breiddist hratt út og olli gríðarlegum skemmdum á hluta elstu byggðar borgarinnar, á svæði sem gegnt hafði mikilvægu hlutverki í borgarlífi Reykjavíkur um áratugaskeið. 

Sjá Jón Kára sem barn með ó­endan­lega mögu­leika

Þegar miðjusonur Gríms Gíslasonar greindist einungis ársgamall með alvarlegan sjúkdóm breyttist líf fjölskyldunnar til frambúðar. Óvissa, kvíði og endalausar spurningar tóku við samhliða spítaladvöl og stöðugri leit að svörum sem hafa enn ekki öll fundist. Bjartsýni lækna og jákvæðni hefur haldið þeim gangandi.

Stóru spurningunni um dular­fullt slys enn ó­svarað

„Það var alveg brjálaður áhugi á þessu máli. Ég held að þetta sé með svona stærri málum sem hafa komið upp á síðustu árum, af því að það er svo marglaga og svo margir angar á þessu,“ segir Sunna Sæmundsdóttir fréttamaður sem á sínum tíma fjallaði ítarlega um Skáksambandsmálið svokallaða.

Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sárs­auka

„Þetta er sjúkdómur sem tekur líf manns í gíslingu, hægt, markvisst og oft í algjörri þögn,“ segir Herdís Ýr Ásgeirsdóttir sem árið 2020 var kippt fyrirvaralaust út úr lífinu. Alvarlegir og óútskýrðir verkir í andliti þróuðust hratt í langvinn veikindi án skýrrar greiningar. Það var ekki fyrr en tveimur árum síðar að hún var greind með svokallaðan þrenndartaugaverk (trigeminal neuralgia) en sjúkdómurinn hefur stundum verið kallaður „sjálfsvígssjúkdómurinn“ vegna þess óbærilega sársauka sem honum fylgir.

Eld­gosið sem lýsti upp nætur­himinninn og lamaði Evrópu

Óhætt er að fullyrða að enginn einn atburður í sögunni hafi gert garð Íslands eins og frægan og eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010. Öskugosið í toppgígnum ógnaði sveitabyggðinni við rætur fjallsins og raskaði flugumferð í Evrópu vikum saman. En gosið var jafnframt mikið sjónarspil, eins og sést á meðfylgjandi myndum sem teknar voru af Vilhelm Gunnarssyni, ljósmyndara Vísis, nokkrum dögum eftir að sprengigos hófst undir jökli í Eyjafjallajökli sjálfum.

Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sér­þarfir

Á heimili Ástu Bjarkar Aðalgeirsdóttur á Húsavík er aldrei lognmolla. Þar býr hún með eiginmanni sínum, Aaroni Eyþórssyni, og fimm börnum – hvert með sínar áskoranir. Fjögur þeirra eru greind með ADHD og einhverfu og það fimmta glímir við afar sjaldgæft heilkenni sem aðeins örfá börn í heiminum hafa verið greind með. Daglegt líf fjölskyldunnar snýst því um skipulag, þrautseigju og óbilandi þolinmæði.

Ís­lenskur mágur Rex Heuermann efins um ó­dæði hans

„Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Ég trúi þessu ekki upp á hann, þannig lagað séð. Ekki miðað við það litla sem ég þekki til hans. Manni finnst þetta ótrúlegt,“ segir bróðir hinnar íslensku Ásu Ellerup en Ása er eiginkona Rex Heuermann, sem sætir ákæru í einu umfangsmesta og alvarlegasta sakamáli sem komið hefur upp vestanhafs á seinni árum.

Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri

Mikill harmleikur átti sér stað í ágústmánuði árið 2007 þegar tveir þýskir ferðamenn týndust á Svínafellsjökli. Í fimm daga stóðu yfir umfangsmiklar aðgerðir þar sem á þriðja hundrað björgunarsveitarmanna leituðu mannanna, en án árangurs. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, fylgdi björgunarsveitarmönnunum eftir á fjórða og fimmta degi leitarinnar, í stórbrotnu umhverfi Svínafellsjökuls.

Sjá meira