Auður ný framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Auður Önnu Magnúsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands og hefur hún þegar hafið störf. Auður hætti nýverið sem framkvæmdastjóri Landverndar. 7.11.2023 11:08
Sektarmiðar undir rúðuþurrkum heyra sögunni til Bílastæðasjóður Reykjavíkur mun hætta að prenta út álagningarseðla vegna stöðvunarbrotagjalda og setja undir rúðuþurrku bíla frá og með deginum í dag. 7.11.2023 10:52
Sigríður Hrefna hættir eftir sex ára starf í bankanum Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, framkvæmdastjóri Einstaklingssviðs Íslandsbanka, hefur sagt starfi sínu lausu. 7.11.2023 09:54
Hætta að dreifa fjölpósti á landsbyggðinni Pósturinn mun alfarið hætta að dreifa fjölpósti um næstu áramót. 7.11.2023 08:22
Veitir Morawiecki umboð til stjórnarmyndunar Andrzej Duda, forseti Póllands, hefur veitt fráfarandi forsætisráðherra, Mateusz Morawiecki, umboð til stjórnarmyndunar eftir þingkosningar sem fram fóru í síðasta mánuði. Morawiecki kemur úr röðum stjórnarflokksins Lögum og rétti (PiS) sem missti meirihluta sinn á þingi í kosningunum. 7.11.2023 07:58
Hagaskóli og Laugalækjarskóli í úrslit Skrekks Atriði Hagaskóla og Laugalækjarskóla komust í gærkvöldi áfram í úrslit Skrekks, hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík, á fyrsta undanúrslitakvöldi keppninnar. 7.11.2023 07:33
Dálítil úrkoma á víð og dreif Veðurfræðingar Veðurstofunnar segja að lægðirnar eigi erfitt með að komast alveg til landsins þar sem hæð norðan við land haldi þeim að mestu frá. Samt ekki meir en svo að það hvessi af og til og þá einkum með suður- og suðausturströndinni sem og á Vestfjörðum. 7.11.2023 07:13
Barnastjarna úr My Sister‘s Keeper látin Bandaríski leikarinn Evan Ellingson, sem gerði garðinn frægan sem leikari í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta á sínum yngri árum, er látinn. Hann varð 35 ára gamall. 6.11.2023 16:13
Bein útsending: Er þörf á breytingum á mannréttindakafla stjórnarskrárinnar? Forsætisráðuneytið stendur fyrir málþingi undir yfirskriftinni „Er þörf á breytingum á mannréttindakafla stjórnarskrárinnar?“ þar sem fjallað verður um greinargerð Róberts Spanó og Valgerðar Sólnesum hvort þörf sé á breytingum á mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. 6.11.2023 14:30
Sextán ár og vistun á stofnun fyrir morðið á barnshafandi konu Dómstóll í Danmörku sakfelldi í morgun Farman Ullah, 25 ára karlmann, og 34 ára konu af ákæru um að hafa myrt barnshafandi konu í Holbæk á Sjálandi í nóvember á síðasta ári. Sjötíu og átta stungusár fundust á líki konunnar. 6.11.2023 13:47