varafréttastjóri

Atli Ísleifsson

Atli er varafréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Verður nýr skóla­meistari á Húsa­vík

Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Halldór Jón Gíslason í embætti skólameistara Framhaldsskólans á Húsavík til fimm ára frá 1. ágúst næstkomandi.

Senda þjóðinni „skýr skila­boð“ á óróatímum

Aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamningurinn við Bandaríkin verða áfram grunnstoðir í utanríkisstefnu Íslands og ekki verður eðilsbreyting á sambandi Íslands og NATO. Þá verður ráðist í að styrkja innviði hér á landi sem styðja við öryggi og varnir landsins og er markmiðið að árið 2035 verði 1,5 prósent af vergri landsframleiðslu varið til að styðja við öryggi og varnir landsins á ýmsan hátt.

33 ára sósíal­isti hafði betur gegn Cu­omo í New York

Andrew Cuomo, fyrrverandi ríkisstjóri New York-ríkis, hefur ákveðið að draga framboð sitt til baka í forkosningum Demókrata um hver verður frambjóðandi flokksins í borgarstjórakosningum í New York sem fram fara í nóvember.

Slags­mál á hóteli í mið­borginni

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út þegar tilkynnt var um slagsmál á hóteli í miðborg Reykjavíkur. Þegar lögreglu bar að garði var einn maður sagður mjög æstur og hafði hann, að sögn vitna, verið aðalvandamálið á svæðinu.

Sektaður um 240 þúsund fyrir að halda sauð­fé í Grinda­vík

Atvinnuvegaráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Matvælastofnunar um að sekta sauðfjárbónda í Grindavík um 240 þúsund krónur fyrir að hafa haldið sauðfé í bænum og brotið gegn reglugerðum um velferð dýra. Kindurnar gengu lausar um sprungusvæði og fóru um tún sem almannavarnir höfðu flokkað hættulegt vegna stórrar sprungu.

„Ætlaði að halda þessu leyndu“

Ríkharð Óskar Guðnason, fjölmiðlamaður hjá Sýn, segir það hafa verið alvöru högg að koma að föður sínum látnum fyrir þremur árum þegar hann var á leið í útsendingu. Rikki G., sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segir pabba sinn vera skólabókardæmi um að það sé aldrei of seint að taka til í lífi sínu og hann hafi skilið fallega við allt í sínu lífi eftir áraraðir af fíknisjúkdómi.

42 pró­sent fanga er­lendir ríkis­borgarar

Erlendum ríkisborgurum sem afplána í fangelsum landsins hefur fjölgað á síðustu árum en á síðasta ári var hlutfallið 42 prósent. Árið 2019 var hlutfall erlendra ríkisborgara í fangelsum landsins 21 prósent og árið 2014 var hlutfallið 14 prósent.

Þegar stjórn­völd úðuðu efnum yfir al­menning

Í nýlegum þætti hlaðvarpsins Skuggavaldið köfuðu prófessorarnir Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann ofan í samsæriskenninguna um að stjórnvöld séu í leyni að úða eitruðum efnum yfir almenning úr flugvélum. Þó að þessi tiltekna kenning eigi sér enga vísindalega stoð, þá sprettur hún ekki alveg upp úr engu. Grunsemdirnar eiga sér nefnilega raunverulega og ansi uggvekjandi forsögu.

Hyggst eftir­láta á annað hundrað börnum sínum Telegram-auðinn

Pavel Durov, stofnandi samskiptaforritsins Telegram, segir að öll þau rúmlega hundrað börn sem hann hafi feðrað í gegnum árin muni skipta jafnt með sér auðæfum hans að honum gengnum. Auður Durovs er nú metinn á tæplega 14 milljarða bandaríkjadala, rúmlega 1.700 milljarða króna.

Sjá meira