Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Sóknarmaðurinn Kristófer Orri Pétursson hefur skrifað undir eins árs samning við Bestu deildar lið KR. Þetta kemur fram í tilkynningu á samfélagsmiðlum félagsins. 5.2.2025 11:29
Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Lebron James, stjörnuleikmaður NBA liðs Los Angeles Lakers segir það enn súrealískt fyrir sig að sjá Luka Doncic mættan til Lakers. Doncic var hluti af sögulegum skiptum í NBA deildinni. 5.2.2025 11:02
Franska stórliðið staðfestir komu Dags Vinstri hornamaðurinn Dagur Gautason hefur samið við franska stórliðið Montpellier til loka yfirstandandi tímabils. Þetta staðfesti franska félagið núna í morgun. 5.2.2025 10:35
Tiger syrgir móður sína Tiger Woods, einn besti kylfingur allra tíma, greindi frá því í gær að móðir hans hefði fallið frá. Í hjartnæmri færslu á samfélagsmiðlum segir Tiger að móðir sín hafi verið sinn stærsti aðdáandi og mesti stuðningsmaður. 5.2.2025 09:28
Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson UFC bardagakappinn Gunnar Nelson á ekki von á því að komandi bardagi hans í London verði hans síðasti á atvinnumannaferlinum. Andstæðingur hans í komandi bardaga er af skrautlegri gerðinni og leiðist ekki að tala við andstæðinga sína í búrinu. Gunnar vonar að hann tali um eitthvað sem hann hefur áhuga á. 5.2.2025 07:33
Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Þjálfarar kvennaliðs Vals í fótbolta vissu allan tímann stöðuna á viðræðum félagsins við Katie Cousins einn allra besta leikmann Vals og Bestu deildarinnar á síðasta tímabili. Samningar náðust ekki milli Vals og Katie sem er á leið í Þrótt Reykjavík. 4.2.2025 15:44
Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Það var að frumkvæði þjálfarins Péturs Ingvarssonar að leiðir hans og liðs Keflavíkur í körfubolta skildu eftir einlæg samtöl hans og stjórnar að sögn framkvæmdastjóra körfuknattleiksdeildar Keflavíkur. Leit að nýjum þjálfara hefst nú en sá verður ekki kominn í brúnna fyrir næsta leik liðsins á fimmtudaginn kemur. 4.2.2025 12:30
„Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Sparkspekingurinn Gary Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United, fer ekki fögrum orðum um stöðuna hjá sínu fyrrverandi félagi. Segir hana verri núna undir þjálfaranum Rúben Amorim heldur en þegar að Erik ten Hag hélt utan um stjórnartaumana. 4.2.2025 11:48
Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, segir landsliðsmanninn Hauk Þrastarson þurfa að finna sér lið í betri deild ætli hann sér að taka næsta skref á ferlinum. 3.2.2025 14:33
Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Forseti þýska handknattleikssambandsins hefur tekið allan vafa varðandi framtíð Alfreðs Gíslasonar í starfi landsliðsþjálfara þýska karlalandsliðsins. Alfreð er þeirra maður. 3.2.2025 13:32