Íþróttafréttamaður

Aron Guðmundsson

Aron fjallar um íþróttir fyrir Vísi og Stöð 2.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fergu­son saknar fót­boltans

Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United og goðsögn í sögu félagsins sem og knattspyrnusögunnar, segist stundum sakna þess að starfa í kringum knattspyrnu. 

Heims­meistaranum refsað fyrir notkun blóts­yrðis

Ríkjandi heimsmeistari ökuþóra í Formúlu 1, Hollendingurinn Max Verstappen hjá Red Bull Racing, mun þurfa að sinna samfélagsþjónustu eftir að hafa blótað á blaðamannafundi mótaraðarinnar fyrir keppnishelgi Formúlu 1 í Singapúr sem er nú hafin.

Sjö mörk Jóhönnu hjálpuðu til við að landa fyrsta sigrinum

Íslenska landsliðskonan í handbolta, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, átti frábæran leik fyrir sænska úrvalsdeildarliðið Kristianstad HK sem hafði betur gegn Skövde í kvöld í 2.umferð deildarinnar. Lokatölur urðu 33-22, ellefu marka sigur Kristianstad.

Ihor fór mikinn í stór­sigri Aftur­eldingar

Afturelding vann yfirburðarsigur gegn KA í þriðju umferð Olís deildar karla í handbolta í kvöld. Lokatölur í Mosfellsbæ urðu 33-22, ellefu marka sigur Aftureldingar.

Stöðvuðu bar­daga Val­gerðar

Valgerður Guðsteinsdóttir,  eina íslenska atvinnukonan í hnefaleikum, laut í kvöld í lægra haldi gegn Shauna O´Keefe á stóru hnefaleikakvöldi í 3Arena leikvanginum í Dublin. Bardaginn var stöðvaður í fjórðu lotu vegna skurðar á enni Valgerðar sem hún hlaut eftir að höfuð hennar og O´Keefe skullu saman.

FIA tók fyrir kvörtun Red Bull og hefur kveðið upp dóm sinn

Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA) hefur úrskurðað afturvænginn, sem bíll McLaren skartaði um síðastliðnu helgi í Azerbaijan, löglegan eftir að keppinautar breska liðsins í Formúlu 1 kröfðust þess að vængurinn yrði skoðaður nánar.

Sjá meira