Reiknar ekki með endurkomu Gylfa Þórs David Nielsen, nýráðinn þjálfari Íslendingaliðs Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni. Reiknar ekki með því að Gylfi Þór snúi aftur í leikmannahóp liðsins er hann hefur jafnað sig af meiðslum sem hafa verið að plaga hann. 11.3.2024 14:57
TF-Besta hefur sig til flugs: Allir út í sólina nema KR Hver á fætur öðrum pakka meistaraflokkar íslenskra félagsliða í fótbolta niður í töskur og halda út fyrir landssteinana í æfingaferðir fyrir komandi tímabil. Öll lið Bestu deildar karla, nema KR sem fer ekki út í æfingarferð, halda út til Spánar þetta árið. 11.3.2024 09:01
Móðir sem barðist gegn efasemdaröddum Í heimildarmyndinni Ómarsson, sem kom út í gær, er atvinnukonunni í knattspyrnu, Dagnýju Brynjarsdóttur, fylgt eftir á meðgöngu hennar með sitt annað barn og um leið farið yfir sögu hennar sem móðir á hæsta gæðastigi kvennaknattspyrnunnar. Munurinn á upplifun Dagnýjar frá sínum tveimur meðgöngum er mikill. Efasemdarraddirnar eru nú á bak og burt. 9.3.2024 10:38
Áfall fyrir Ferrari: Sainz á leið í aðgerð - Keppir ekki um helgina Carlos Sainz, annar ökumanna Formúlu 1 liðs Ferrari, hefur verið greindur með botnlangabólgu og þarf að gangast undir aðgerð vegna hennar. Hann mun því ekki aka bíl Ferrari þessa keppnishelgina. 8.3.2024 11:44
Íslenska lífið heillaði Vinstri hornamaðurinn Oddur Gretarsson er núna að ganga í gegnum sína síðustu mánuði úti í atvinnumennsku í handbolta í Þýskalandi. Eftir ellefu ár úti í mennskunni eru nú á döfinni flutningar heim með fjölskyldunni, konu og tveimur dætrum, heim á æskuslóðirnar á Akureyri þar sem að hann kemur til með að leika fyrir uppeldisfélag sitt Þór. Fjölskyldan var farinn að þrá íslenska lífið. 8.3.2024 10:01
Orri skóf ekkert af því: „Ég átti þetta ekki skilið“ Orri Steinn Óskarsson, landliðsmaður í fótbolta og leikmaður FC Kaupmannahafnar, viðurkennir að undanfarnar vikur, utan leikmannahóps hafi reynst honum erfiðar. Staðan sé ósanngjörn gagnvart honum en Orri minnti rækilega á sig með stoðsendingu í tapi gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu. 7.3.2024 15:24
Ráku konuna sem sakar Horner um óviðeigandi hegðun Konan, sem starfaði hjá Formúlu 1 liði Red Bull Racing og sakar liðsstjórann Christian Horner um óviðeigandi hegðun, hefur verið leyst frá störfum. Þetta staðfestir talsmaður Red Bull samsteypunnar í samtali við BBC. 7.3.2024 14:08
Meiðsli Alexanders metin í dag: „Gat ekki gengið en vildi spila“ Valsmenn bíða eftir því að fá frekari fregnir af reynsluboltanum Alexander Petersson sem meiddist á ökkla í fyrri hálfleik í undanúrslitaleiknum gegn Stjörnunni í gær. Óskar Bjarni, þjálfari Vals, segir ólíklegt að Alexander verði með liðinu í úrslitaleik bikarsins gegn ÍBV á laugardag. 7.3.2024 11:01
Væri ekkert vesen ef rétt væri staðið að hlutunum Vallarstjóri KR á Meistaravöllum, Magnús Valur Böðvarsson, fylgist náið með langtíma veðurspánni og vonar að marshretið haldi sig fjarri Vesturbænum. Það styttist í að flautað verði til leiks í Bestu deild karla og er Magnús þokkalega bjartsýnn á að heimavöllur KR verði leikfær fyrir fyrsta heimaleik liðsins. 7.3.2024 10:01
Alltaf það fallegasta við þetta Valur mætir Stjörnunni í einum af tveimur undanúrslitaleikjum Powerade bikarsins í handbolta í Laugardalshöll í kvöld. Undanúrslitin leggjast vel í Óskar Bjarna Óskarsson, þjálfara Vals sem segir alltaf jafn mikil forréttindi að taka þátt í bikarhátíðinni. Þá hrósar hann HSÍ fyrir einstaklega góða umgjörð í kringum úrslitaleiki yngri flokka. 6.3.2024 16:01