Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Topplið Magdeburgar slapp með skrekkinn gegn botnliði Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Á sama tíma átti Haukur Þrastarson flottan leik fyrir Rhein Neckar-Löwen. 21.12.2025 17:37
Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Kjartan Már Kjartansson kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik gegn stórliði Celtic í skosku úrvalsdeildinni í gær og átti stoðsendingu í eina marki Aberdeen í 3-1 tapi. Þetta var fyrsti leikur Kjartans fyrir félagið. 21.12.2025 17:11
Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Íslenski landsliðsframherjinn Sandra María Jessen er með markahæstu leikmönnum þýsku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir og í dag tryggði hún Köln 1-0 sigur á RB Leipzig í Íslendingaslag. 21.12.2025 16:59
Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Sænskir framherjar reimuðu á sig markaskóna í ensku úrvalsdeildinni í gær þar sem að breyting varð á toppi deildarinnar, en ekki lengi. Liverpool heldur áfram á sigurbraut, Wolves eru enn versta lið deildarinnar og Haaland heldur áfram að raða inn mörkum. 21.12.2025 09:03
Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Snorri Steinn Guðjónsson segist ekki háður takmörkunum frá HSÍ varðandi undirbúning og þátttöku íslenska landsliðsins á komandi Evrópumóti í handbolta. 21.12.2025 08:01
Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Það er boðið upp á fjölbreytta dagskrá á sportrásum Sýnar í dag. Stjörnur úr pílukast heiminum eiga leik á HM, leikar eru farnir að æsast í NFL deildinni og í enska boltanum á Manchester United leik. 21.12.2025 06:00
Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Christopher Young, aðaldómari hnefaleika bardagans milli Anthony Joshua og Jake Paul um síðastliðna nótt, hefur hlotið mikið lof fyrir inngrip sitt og stundarbræði í garð kappanna tveggja í fjórðu lotu bardagans. 20.12.2025 23:31
Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Stórtíðindi áttu sér stað á HM í pílukasti í kvöld. Michael Smith, heimsmeistarinn í pílukasti árið 2023, er úr leik á HM og Chris Dobey, einn af hæst skrifuðu pílukösturunum á heimsvísu í dag, er einnig úr leik. 20.12.2025 22:23
Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Real Madrid bar sigurorðið af Sevilla er liðin mættust í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Lokatölur urðu 2-0 sigur Madrídinga sem viðhalda pressu sinni á toppliði Barcelona. 20.12.2025 22:11
Calvert-Lewin hættir ekki að skora Dominic Calvert-Lewin var allt í öllu þegar að nýliðar Leeds United unnu 4-1 sigur á Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 20.12.2025 22:03