Íþróttafréttamaður

Aron Guðmundsson

Aron fjallar um íþróttir fyrir Vísi og Stöð 2.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ís­lenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“

Ís­lenski lands­liðs­maðurinn í hand­bolta, Þor­steinn Leó Gunnars­son, hefur stimplað sig inn í at­vinnu­mennskuna af krafti með liði sínu Porto. Þor­steinn, sem minnti ræki­lega á sig með skotsýningu í lands­leik Ís­lands gegn Bosníu á dögunum, tók skrefið út í at­vinnu­mennskuna og samdi við sigursælasta lið Portúgal, Porto fyrir yfir­standandi tíma­bil frá Aftur­eldingu þar sem hann hefur náð að fóta sig vel og býr úti ásamt kærustu sinni.

Blaða­manna­fundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu

Til stóð að að Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta myndi tilkynna EM hóp Íslands í höfuðstöðvum Icelandair núna klukkan tvö. Blaðamannafundinum var hins vegar aflýst á síðustu stundu.

Hattarmenn senda Kanann heim

Bandaríkjamaðurinn Courvoisier McCauley hefur leikið sinn síðasta leik fyrir lið Hattar í Bónus deildinni í körfubolta og er á heimleið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Hetti núna í morgun. 

Hareide fámall varðandi fram­tíð sína í starfi

Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu og stjórn KSÍ hafa ekki rætt um framhaldið á samstarfi sínu. Uppsagnarákvæði er í samningi Hareide sem hægt er að virkja í lok þessa mánaðar og sjálfur er Norðmaðurinn fámall aðspurður hvort hann vilji halda áfram með liðið.

Mourin­ho vill taka við New­cast­le United

José Mourinho vill taka við Newcastle United þegar að Eddie Howe yfirgefur félagið á einhverjum tímapunkti. Þessu heldur The Guardian fram í dag. Mourinho fylgist náið með þróun mála hjá liðinu.

Gísli Þor­geir ekki með gegn Georgíu

Gísli Þorgeir Kristjánsson verður ekki hluti af leikmannahópi íslenska landsliðsins í handbolta sem mætir Georgíu ytra í undankeppni EM 2026 á sunnudaginn kemur. Gísli er að glíma við meiðsli.

Freyr segir um­mæli sín tekin úr sam­hengi

Freyr Alexanders­son, þjálfari KV Kortrijk í Belgíu segir að um­mæli sín um mark­vörðinn Mads Kik­ken­borg, sem hann þjálfaði á sínum tíma hjá danska félaginu Lyng­by, hafi verið tekin úr sam­hengi en sá síðar­nefndi skipti yfir til Ander­lecht í Belgíu í upp­hafi árs. Freyr segir sam­band sitt og Kik­ken­borg mjög gott.

Sjá meira