Íþróttafréttamaður

Aron Guðmundsson

Aron fjallar um íþróttir fyrir Vísi og Stöð 2.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Þegar mamma er glöð, þá eru allir glaðir“

Það eru margir sem ráku upp stór augu þegar að Aftur­elding greindi frá því að mark­vörðurinn Jökull Andrés­son kæmi á láni til fé­lagsins frá enska liðinu Rea­ding. Þar með tekur hann slaginn með liðinu í Lengju­deildinni út tíma­bilið. Það eru margir á því að Jökull gæti spilað á hærra getu­stigi. Hann elskar hins vegar pressuna sem fylgir því að vera kominn aftur í upp­eldis­fé­lagið í Mos­fells­bæ.

Ó­vænt tíðindi að austan: „Mikil von­brigði“

Óvænt tíðindi bárust frá Egilsstöðum í dag en Jóhann Árni Ólafsson, sem nýverið tók við sem einn af tveimur þjálfurum karlaliðs Hattar í Bónus deildinni í körfubolta, hefur óskað eftir lausn á samningi sínum af persónulegum ástæðum. 

Orri fær mikið lof eftir frá­bæra byrjun

Orri Steinn Óskars­son, fram­herji FC Kaupmannahafnar, fær mikið lof frá sér­fræðingum um dönsku úr­vals­deildina eftir mjög svo góða byrjun á tíma­bilinu í gær­kvöldi. Orri skoraði eitt mark í 2-0 sigri FC Kaup­manna­hafnar á Lyng­by í fyrstu um­ferð deildarinnar. Mörkin hefðu hæglega geta verið fleiri en frammi­staðan sýnir það og sannar af hverju stór fé­lög í Evrópu hafa verið á höttunum á eftir Ís­lendingnum.

Grun­laus Ægir Jarl biðst af­sökunar

Ó­­hætt er að segja að dvöl knatt­­spyrnu­­mannsins Ægis Jarls Jónas­­sonar, hjá nýja fé­lagi hans AB, fari brösug­­lega af stað. Sak­­laus vera hans sem á­horf­andi á leik Lyng­by og FC Kaup­manna­hafnar í dönsku úr­­vals­­deildinni í gær, þar sem að hann var að styðja við bakið á vinum sínum, féll í grýttan jarð­veg hjá stuðnings­­mönnum AB.

Reiknar með því að hinn fjöru­tíu og tveg­gja ára Hlynur troði á komandi tíma­bili

Baldur Þór Ragnars­son er nýr þjálfari karla­liðs Stjörnunnar í körfu­bolta. Eftir nokkur ár í þýska boltanum snýr hann heim til Ís­lands, reynslunni ríkari og setur markið hátt. Stjörnu­menn hafa verið dug­legir að bæta við leik­manna­hóp sinn og þá reiknar Baldur með því að reynslu­boltinn Hlynur Bærings­son reimi einnig á sig körfu­bolta­skóna á næsta tíma­bili.

„Þetta tók á ég get al­veg verið hrein­skilin með það“

Ingi­björg er einn reynslu­mesti leik­maður ís­lenska lands­liðsins og eftir stutta dvöl í Þýska­landi hjá Duis­burg er hún nú í leit að næsta ævin­týri á at­vinnu­manna­ferlinum og viður­kennir að undan­farnir mánuðir hafi reynst sér erfiðir innan sem utan vallar.

Sjá meira