

Íþróttafréttamaður
Aron Guðmundsson
Aron fjallar um íþróttir fyrir Vísi og Stöð 2.
Nýjustu greinar eftir höfund

Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM
Gísli Bragi Hjartarson múrarameistari og fyrrverandi bæjarfulltrúi á Akureyri er látinn. Gísli, sem var á 86. aldursári, er faðir Alfreðs Gíslasonar, landsliðsþjálfara Þýskalands og fyrrverandi landsliðsmanns í handbolta og lést hann á þriðjudaginn síðastliðinn, 21.janúar, sama dag og Alfreð stýrði Þýskalandi gegn Danmörku á HM í handbolta.

Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið
Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi Reykjavík vissi að einn daginn kæmi að þeim tímapunkti að félagið þyrfti að horfa á eftir þjálfara sínum Arnari Gunnlaugssyni til annarra starfa. Kári er ánægður með að Sölvi Geir Ottesen taki við keflinu í Víkinni og er, sem fyrrverandi varnarmaður með ákveðna skoðun á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með íslenska landsliðið.

Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki
Víkingur Reykjavík mun leika heimaleik sinn í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu gegn gríska liðinu Panathinaikos í Helsinki, höfuðborg Finnlands.

Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld
Magnus Landin, einn af stjörnuleikmönnum danska landsliðsins í handbolta, segist lengi vel hafa hræðst Alfreð Gíslason, núverandi landsliðsþjálfara Þýskalands. Danmörk og Þýskaland mætast í milliriðlum HM í handbolta í kvöld.

Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni
Sölvi Geir Ottesen er nýr þjálfari karlaliðs Víkings Reykjavíkur í fótbolta og fær hann það verðuga verkefni að taka við stjórn liðsins af hinum sigursæla Arnari Gunnlaugssyni sem er tekinn við íslenska landsliðinu. Arnar rak Sölva, í góðu, úr landsliðsteyminu en ekki kveiktu allir á því að allt var þetta gert í góðu og sátt allra hlutaðeigandi.

Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“
Það er orðið ljós að norska karlalandsliðið í handbolta fer með ekkert stig í milliriðla eftir tap gegn Portúgal í E-riðli á HM í handbolta eftir tap gegn Portúgal í gær. Það var annað tap liðsins í þremur leikjum í riðlakeppninni.

Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“
Valskonur geta með sigri á heimavelli í dag gegn spænska liðinu Malaga tryggt sér sæti í átta liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar í handbolta. Um seinni leik liðanna er að ræða, þeim fyrri lauk með jafntefli úti á Spáni. Boðið verður upp á alvöru Evrópustemningu á Hlíðarenda. Ótrúlegri sigurgöngu Vals hér heima lauk á dögunum en hvergi betra en að svara því á heimavelli í Evrópukeppni.

Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“
Jonathan Hartmann, aðstoðarþjálfari Freys Alexanderssonar hjá norska úrvalsdeildarfélaginu Brann, hrósar Íslendingnum í hástert. Freyr veiti honum mikinn innblástur og er að hans mati einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna.

Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga
Alejandro Garnacho, leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, er undir smásjá Chelsea sem íhugar að styrkja leikmannahóp sinn í yfirstandandi félagsskiptaglugga.

Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“
Sérfræðingar Besta sætisins voru gapandi hissa á atviki sem að kom upp í leik Strákanna okkar við Grænhöfðaeyjar á HM í handbolta í gær. Númerið og nafn Sveins Jóhanssonar, línumanns Íslands, flagnaði af treyjunni hans og ekki var varatreyja til reiðu sem olli því að Sveinn mátti ekki spila síðasta stundarfjórðung leiksins.