Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Lýsa yfir veru­legum á­hyggjum af tvö­földun veiðigjalda

Stjórn Samtaka atvinnulífsins geldur varhug við fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar við lagasetningu gagnvart íslenskum sjávarútvegi. Raungerist áhyggjur samtakanna sé ljóst að breytingar sem ríkisstjórnin hefur boðað muni draga úr hagvexti og lífskjarasókn Íslendinga.

Allt að tvö­falda veiðigjöldin og segja út­gerðina þola það vel

Atvinnuvegaráðherra segir boðaðar breytingar á útreikningi veiðigjalds vera mikið réttlætismál. Breytingarnar muni allt að tvöfalda innheimt veiðigjald og auknum tekjum verði varið í innviðauppbyggingu. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýna áformin harðlega.

Tveir hand­teknir vegna stolins riffils með hljóð­deyfi

Karlmaður var nýverið handtekinn eftir að riffli var stolið úr verslun á höfuðborgarsvæðinu. Þegar lögregla fann riffilinn hafði hljóðdeyfir verið settur á hann af öðrum manni. Sá var sömuleiðis handtekinn og sviptur skotvopnaleyfi samstundis.

Sækja á sjötta milljarð króna

First Water, sem sérhæfir sig í sjálfbæru landeldi á laxi í Þorlákshöfn, hefur lokið hlutafjáraukningu að upphæð 39 milljónir evra, sem samsvarar um 5,7 milljörðum króna.

Verk­fræðingar felldu samning

Verkfræðingar og tæknifræðingar hjá Reykjavíkurborg hafi fellt nýjan kjarasamning. Rafræn atkvæðagreiðsla fór fram dagana 19. til 24. mars.

Helgi fær ekki á­heyrn Hæsta­réttar

Helgi Hermannsson, áður stærsti hluthafi og framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Sling, fær ekki áheyrn Hæstaréttar eftir að Landsréttur dæmdi hann til að greiða fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins 67 milljónir króna. Starfsmennirnir stefndu Helga, sem þeir töldu hafa svikið sig um gerða samninga þegar Sling var selt fyrir fleiri milljarða króna. Fyrirtæki sem þeir hefðu tekið þátt í að byggja upp og átt kauprétt í.

Rúm­betri sjúkra­bílar á leið á göturnar

Á næstu mánuðum mun Rauði krossinn á Íslandi fá afhenta 25 nýja sjúkrabíla. Um er að ræða sautján svokallaða van-sjúkrabíla eins og þegar þekkjast á götum landsins og átta svokallaða box-bíla, það er sjúkrabíla með kassa. Þetta er í fyrsta sinn sem box-bílar eru keyptir hingað til lands í kjölfar útboðs.

Sjá meira