Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Hluti farþega sem átti bókað flug með Wizz Air frá Keflavíkur til Mílanó á Ítalíu þurfti að láta sér gólfið á hóteli í Keflavík nægja sem náttstað eftir að fluginu var frestað verulega. 22.8.2025 16:49
Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Bræðurnir Pétur Alan og Snorri Örn Guðmundssynir, sem seldu fjölskyldufyrirtækið Melabúðina í fyrra, voru með 470 milljónir króna í fjármagnstekjur í fyrra. 22.8.2025 15:07
Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært framkvæmdastjóra félags sem heldur utan um rekstur Icelandic Trading Company b.v, sem rekur netsölu með áfengi undir merkjum Smáríkisins. 22.8.2025 14:08
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Pósturinn hefur ákveðið að loka fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna vegna breytinga sem stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa fyrirskipað á tollagjöldum. 22.8.2025 12:18
Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Jökullhlaup er hafið úr Hafrafellslóni vestan Langjökuls. Vatnsstaða lónsins er sögð virðast hærri nokkru sinni fyrr. 22.8.2025 12:03
Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Hjónin fyrrverandi Þorsteinn Már Baldvinsson og Helga S. Guðmundsdóttir, fyrrverandi eigendur Samherja, voru langtekjuhæst Íslendinga í fyrra. Þorsteinn hafði heildartekjur upp á 4,7 milljarða króna og Helga upp á 4,56 milljarða. 22.8.2025 11:48
Skattakóngurinn flytur úr landi Skattakóngur síðasta árs miðað við launatekjur, Árni Sigurðsson hjá JBT Marel, hyggst flytjast búferlum til Chicago í Bandaríkjunum. Þar eru höfuðstöðvar JBT Marel en félagið er enn með starfstöðvar í Garðabæ eftir samruna John Bean Technologies og Marel í fyrra. 22.8.2025 06:31
Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Síldarvinnslan í Neskaupstað hefur gefið vilyrði fyrir að skrá sig fyrir hlutum í Arctic fish fyrir um tvo milljarða króna í hlutafjáraukningu félagsins. Félagið hefur boðað hlutafjáraukninguna til þess að bæta eiginfjárhlutfall sitt, en félagið tapaði um 637 milljónum króna á fyrri hluta þessa árs. 21.8.2025 14:52
Óska eftir myndefni af gröfunni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til eigenda eftirlitsmyndavéla í Mosfellsbæ og við Hafravatn að kanna hvort að þar leynist myndefni af vinnuvél, sem notuð var við þjófnað á hraðbanka í Mosfellsbæ. 21.8.2025 11:58
Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað beiðni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um aðild að þjófnaði á hraðbanka í Mosfellsbæ á dögunum. 21.8.2025 10:32