Undanúrslitin í eFótbolta í beinni á laugardaginn: Kynning á leikmönnunum í Árbæjarslagnum Úrslit Íslandsmótsins í eFótbolta ráðast á laugardaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport en sýnt hefur verið frá mótinu undanfarna daga. 16.4.2020 12:30
„Finnst Stjarnan búin að vera eins í svo mörg ár“ Stöðugleiki er góður en það vantar meiri breytingu á liði Stjörnunnar í Pepsi Max-deild karla að mati Hjörvars Hafliðasonar sparkspekings. Stjarnan var eitt þeirra liða sem var til umræðuefni í þættinum Sportið í kvöld. 16.4.2020 12:00
Karius er enn í sambandi við Klopp Loris Karius, markvörður Liverpool sem hefur verið á láni hjá tyrkneska félaginu Besiktas undanfarin tvö tímabil, segist ekki vita hvað framtíðin beri í skauta sér en segist þó enn ræða við Jurgen Klopp, stjóra Liverpool. 16.4.2020 10:45
Segir Messi ekki á förum þrátt fyrir öll lætin Quique Setien, stjóri Barcelona, segir að þrátt fyrir öll lætin í kringum félagið þessar vikurnar muni Lionel Messi klára feril sinn hjá félaginu. Það hafa verið stormasamar vikur að undanförnu hjá spænska risanum. 16.4.2020 10:00
„Margt skemmtilegra en að vera á bekk þar sem Guðjón Pétur er“ Guðjón Pétur Lýðsson verður ekki kátur ef hann þarf að sitja á bekknum hjá Breiðabliki í sumar. Þetta segir Hjörvar Hafliðason sparkspekingur en Breiðablik er með ansi stóran leikmannahóp fyrir tímabilið í Pepsi Max-deild karla sem áætlað er að hefjist í júní. 16.4.2020 09:30
ÍR riftir samningnum við Sigurð Gunnar Sigurður Gunnar Þorsteinsson er án samnings eftir að ÍR rifti samningi við hann eftir leiktíðina í Dominos-deild karla sem var blásin af vegna kórónuveirunnar. Sigurður greindi fyrst frá þessu á Instagram-síðu sinni. 16.4.2020 09:01
Sænsk knattspyrnulið skipuleggja æfingamót í maí og forsætisráðherrann er ekki sáttur Stefan Löfven, sem hefur verið forsætisráðherra Svía frá árinu 2014, er mjög ósáttur með sænsk knattspyrnulið og segir að þau séu ekki að hjálpa sænsku samfélagi í baráttunni gegn kórónuveirunni með því að vera spila fótboltaleiki. 16.4.2020 08:30
„Það á að ákveða það á vellinum hverjir fara til himna og hverjir til helvítis“ Lazio mun mótmæla harkalega ef tímabilið í ítölsku úrvalsdeildinni verður ekki klárað en ítalski boltinn er á ís nú eins og flestar aðrar deildir vegna kórónuveirunnar. 16.4.2020 08:00
Segist hafa átt að svara meira fyrir sig opinberlega eftir úrslitaleikinn 2018 Markvörðurinn Loris Karius, sem hefur verið á láni hjá Besiktas undanfarin tvö tímabil frá Liverpool, sér eftir því hvernig hann brást við gagnrýninni sem hann fékk eftir að hafa gert tvö afdrífarik mistök í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2018. 16.4.2020 07:32
Pogba hélt með Arsenal á sínum yngri árum Paul Pogba greindi frá því í viðtali á dögunum að hann hafi haldið með Arsenal á sínum yngri árum. Það hafi verið vegna þess að landi hans, Thierry Henry, spilaði með liðinu þegar Pogba var ungur og hélt Pogba mikið upp á Henry. 15.4.2020 17:00