Eitt heitasta framherjaparið spjallar saman á svölunum í útgöngubanni Romelu Lukaku og Lautaro Martinez voru framan af vetri eitt heitasta framherjaparið í heiminum en þeir fóru algjörlega á kostum í ítalska boltanum áður en hann var settur á ís. Þeir halda þó áfram sambandinu þrátt fyrir útgöngubannið á Ítalíu. 15.4.2020 15:00
Valdi Mane fram yfir Salah Liverpool-goðsögnin og nú álitsgjafi Sky Sports, Jamie Carragher, segir að hann myndi velja Sadio Mane fram yfir Mohamed Salah en þetta sagði hann í spjalli við fylgjendur sína á Instagram í gærkvöldi. 15.4.2020 14:00
„Hann þurfti að stilla einhverjum upp við vegg og hann tók mig“ Hörður Björgvin Magnússon segir að aðal ástæðan fyrir því að hann hafi ákveðið að yfirgefa enska B-deildarliðið Bristol City sé það að hann hafi ekki verið í náðinni hjá þjálfara liðsins og því hafi hann ekki verið lengi að stökkva á tilboð CSKA Moskvu þegar það kom. 15.4.2020 11:30
Klopp vill einkafund með Werner til að kynnast honum betur Þýska dagblaðið Bild greinir frá því í dag að Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, vilji hitta Timo Werner á næstunni til þess að kynnast honum betur og sannfæra hann um að koma til Bítlaborgarinnar þegar hann tekur sitt næsta skref. 15.4.2020 10:00
Souness svaraði Pogba til baka og bað hann um að sýna sér medalíurnar Graeme Souness hefur verið óhræddur við að gagnrýna Paul Pogba undanfarnar vikur og mánuði eftir að hann snéri aftur til Englands en Pogba steig svo fram í gær og viðurkenndi að hann vissi ekkert hver Souness væri. 15.4.2020 09:30
Einn besti leikmaður Dominos-deildarinnar auglýsti eftir íslenskri kærustu í beinni útsendingu Dominykas Milka, einn besti leikmaður Dominos-deildarinnar á síðustu leiktíð, gerði sér lítið fyrir og auglýsti eftir íslenskri kærustu í beinni útsendingu í Sportinu í dag sem var á sínum stað á Stöð 2 Sport í gær. 15.4.2020 09:00
Kane breytir Man. United í lið sem myndi berjast um titilinn Alan McInally, sparkspekingur og fyrrum leikmaður m.a. Bayern Munchen, segir að Harry Kane gæti hjálpað liði Manchester United ansi mikið. Hann gæti létt álaginu á Marcus Rashford og hjálpað liðinu í baráttunni á toppnum. 15.4.2020 08:30
Carragher valdi úrvalslið leikmanna sem hann spilaði á móti: Henry bestur í sögu úrvalsdeildarinnar Jamie Carragher var einn spekinganna í fótboltaþættinum The Football Show á Sky Sports í gær þar sem Jamie Carragher, Greame Souness og Gary Neville fóru yfir stöðuna. Carragher valdi þá ellefu erfiðustu leikmenn sem hann hefur mætt á ferlinum. 15.4.2020 07:45
Lárus nýtti sér upp uppsagnarákvæði og er hættur með Þór Körfuboltaþjálfarinn Lárus Jónsson er hættur með Þór Akureyri sem leikur í Dominos-deild karla en þetta var tilkynnt á vef félagsins seint í gærkvöldi. 15.4.2020 07:26
Efast um að landsleikirnir verði spilaðir í september Victor Montagliani, varaforseti FIFA, óttast að ekki verði hægt að spila landsleiki í fótbolta fyrr en á næsta ári vegna kórónuveirunnar. Hann segir að ástandið sé afar erfitt og formsatriðið verði að klára deildirnar. 14.4.2020 12:00