Fellibylurinn Lára sækir í sig veðrið Fellibylurinn Lára sem stefnir hraðbyri að ströndum Bandarísku ríkjanna Texas og Louisiana hefur sótt í sig veðrið í dag og flokkast nú sem fjórða stigs fellibylur. Þá hafa veðurfræðingar varað við því að flætt gæti vegna flóðsins og vatnsyfirborðið náð allt að sex metra hæð og segja nær ómögulegt að lifa slíkt flóð af. 26.8.2020 23:24
Framkvæmdastjóri innan ESB segir af sér vegna brota gegn sóttvarnalögum Framkvæmdastjóri viðskipta hjá Evrópusambandinu, Írinn Phil Hogan, hefur ákveðið að segja af sér eftir að hafa verið sakaður um brot gegn sóttvarnarreglum. 26.8.2020 21:39
Morðingja Lennon neitað um reynslulausn í ellefta sinn Fangelsisyfirvöld í New York-ríki hafa hafnað reynslulausnarbeiðni Mark David Chapman, mannsins sem skaut Bítilinn John Lennon til bana árið 1980 26.8.2020 20:08
Sprengingar og eldglæringar eftir að eldur kom upp í rafmagnstöflu Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var gert viðvart um reyk frá byggingu við Bitruháls á sjötta tímanum í kvöld. 26.8.2020 18:40
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ríkisstjórnin hefur samþykkt að réttur til tekjutengdra atvinnuleysisbóta fari úr þremur mánuðum í sex á sama tíma og allt stefnir í að þúsundir fari á atvinnuleysisbætur. 26.8.2020 17:46
Segir fráleitt að takmarka aðgengi íslenskra einkafyrirtækja að besta búnaðinum til þess að þóknast Trump „Það væri fráleitt að takmarka aðgengi íslenskra einkafyrirtækja að besta og ódýrasta búnaðinum til þess eins að þóknast utanríkispólitík Donalds Trump,“ segir Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar í uppgjöri fyrirtækisins fyrir fyrri árshelming. 26.8.2020 17:26
Nýstofnað stéttarfélag segist ranglega aðili að ASÍ og SGS Í fyrstu grein laga stéttarfélagsins Kóps segir að félagið sé aðili að Starfsgreinasambandi Íslands og Sjómannasambandi Íslands sem sé aðili að Alþýðusambandi Íslands. Í samtali við Fréttastofu segir Drífa Snædal formaður ASÍ að það sé rangt. 25.8.2020 17:13
Átta í sóttkví af Ægisborg Átta starfsmenn leikskólans Ægisborgar í Vesturbæ Reykjavíkur hafa verið sendir í sóttkví. 25.8.2020 15:11
Jacob Blake sagður lamaður fyrir neðan mitti Jacob Blake, maðurinn sem skotinn var í bakið af lögreglumönnum í borginni Kenosha í Wisconsin í Bandaríkjunum er lamaður fyrir neðan mitt að sögn föðurs hans. 25.8.2020 14:16
Myndi ekki líta svo á að maðurinn í Hong Kong hafi sýkst öðru sinni Greint var frá því í gær að rannsakendur í Hong Kong hafi komist að því að maður á fertugsaldri hafi sýkst af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum í tvígang og að um væri að ræða fyrsta staðfesta tilfelli endursýkingar veirunnar. Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir segir nokkrar spurningar vakna við fréttirnar frá Hong Kon 25.8.2020 13:30