Íþróttafréttamaður

Ágúst Orri Arnarson

Ágúst Orri er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn

Júlíus Mar Júlíusson, leikmaður KR í Bestu deild karla, er meiddur og hefur dregið sig úr íslenska undir 21 árs landsliðshópnum fyrir komandi verkefni í Egyptalandi. Tómas Orri Róbertsson, leikmaður FH, var valinn í hans stað.

Á­sakaður um að lemja leik­menn í unglingaliði Roma

Ítalska knattspyrnusambandið hefur hrundið af stað rannsókn eftir að Roma ásakaði Nicolo Zaniolo, leikmann Fiorentina, um að storma inn í búningsherbergi og slá til tveggja leikmanna í unglingaliði Roma, eftir leik unglingaliðanna í gærkvöldi. Zaniolo segist hafa ætlað að þakka þeim fyrir tímabilið, þeir hafi svarað með móðgandi hætti og hann hafi yfirgefið svæðið.

Búinn að kaupa hús og lög­fræðingarnir lentir í Napoli

Forseti Napoli, Aurelio De Laurentiis, segir belgíska miðjumanninn Kevin De Bruyne við það að ganga frá samningi við félagið, hann sé búinn að kaupa hús fyrir fjölskylduna í Napoli. Greint er frá því að lögfræðingar De Bruyne séu mættir til Napoli að ganga frá samningum.

Mbappé vinnur gullskóinn í fyrsta sinn

Kylian Mbappé, framherji Real Madrid, skoraði 31 deildarmark á sínu fyrsta tímabili með félaginu og mun fá evrópska gullskóinn í fyrsta sinn á ferlinum.

Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu

FH vann 2-0 sigur í Kaplakrika í gærkvöldi þegar liðið tók á móti Íslandsmeisturum Breiðabliks. Kjartan Kári Halldórsson átti stoðsendinguna í báðum mörkunum, sem „Halli og Laddi“, eða Björn Daníel Sverrisson og Sigurður Bjartur Hallsson, skoruðu.

„Ég hefði getað sett þrjú“

„Sætt að skora fyrsta markið, sjötti leikurinn og maður er búinn að bíða eftir þessu. Búinn að vera nálægt þessu en það er svo gott að skora og geggjað að fá sigurinn“ sagði Stígur Diljan Þórðarson eftir að hafa skorað sitt fyrsta, löglega, mark á ferlinum, í 2-1 sigri Víkings gegn ÍA.

Sjá meira