Midtjylland á von á sekt fyrir að syngja „UEFA mafía“ Malmö FF, HJK Helsinki og Brann hafa öll fengið háar sektir fyrir að gefa í skyn að spilling ríki innan evrópska knattspyrnusambandsins, FC Midtjylland mun væntanlega bætast í þann hóp bráðum. 23.8.2024 15:31
Björn Daníel kórónaði frábæran leikdag með marki í uppbótartíma Leikdagurinn er nýr þáttur þar sem skyggnst er bakvið tjöldin og séð hvernig dagur í lífi leikmanna í Bestu deildinni lítur út á leikdegi. Í fjórða þætti fáum við að fylgjast með Birni Daníel Sverrissyni leikmanni FH undirbúa sig fyrir stórleik FH og Vals sem fram fór síðasta mánudag. 23.8.2024 14:32
Þórir að fara frá Lecce og líklega á leið til Danmerkur Danska úrvalsdeildarfélagið Viborg hefur lagt fram kauptilboð í Þóri Jóhann Helgason, leikmann Lecce á Ítalíu. 23.8.2024 12:33
Fimm ára keppnisbann fyrir að detta viljandi af hestbaki Alvinio Roy hefur verið dæmdur í fimm ára keppnisbann fyrir að glata viljandi forystu í kappreiðum með því að kasta sér viljandi af baki hestsins þegar hann var með forystuna. Talið er að hann hafi verið þátttakandi í veðmálasvindli. 22.8.2024 17:01
Trans kona á Ólympíuleikum fatlaðra veldur andstæðingum óánægju Spretthlauparinn Valentina Petrillo verður fyrsta trans konan til að taka þátt á Ólympíuleikum fatlaðra. Hún keppti áður í karlaflokki og vann til verðlauna. Verðandi og fyrrum andstæðingar hennar hafa lýst yfir óánægju með þátttökuna. Sjálf segist hún hafa lært að lifa með gagnrýninni og hlakkar til að keppa í París. 22.8.2024 11:31
Átján marka sigur og stelpurnar spila um 25. sætið á HM Íslenska handboltalandsliðið skipað stúlkum átján ára og yngri vann 33-15 stórsigur gegn Indlandi í næstsíðasta leiknum á HM í Kína. Spilað verður upp á 25. sætið gegn Angóla eða Kasakstan á morgun. 22.8.2024 09:16
Til í keppni ef hlaupið er löglegt og milljónir dollara fást fyrir Noah Lyles er til í að keppa við Tyreek Hill í hundrað metra spretthlaupi, en bara ef hlaupið fer löglega fram á hlaupabraut og hann fær margar milljónir dollara fyrir. 22.8.2024 08:18
Númerin tekin af og fá ekki að æfa með aðalliðinu Raheem Sterling og Trevor Chalobah virðast ekki eiga framtíð hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea. Þeim hefur verið gert að æfa ekki með aðalliðinu og nú hafa þeir misst treyjunúmerin sem þeir skörtuðu á síðasta tímabili. 22.8.2024 07:43
Trúir ekki sögunni og segir alþjóðasambandið vera að vernda Sinner Fyrrum besta tenniskona heims, Chris Evert, segir alþjóðasambandið vera að hylma yfir lyfjaskandal Jannik Sinner til að vernda sjálft sig frá neikvæðri fjölmiðlaumfjöllun. Hún telur útskýringu hans, að efnið hafi borist óviljandi í sjúkranuddi, ótrúverðuga. 22.8.2024 07:26
Neuer leggur landsliðshanskana á hilluna Manuel Neuer spilaði sinn síðasta leik fyrir þýska landsliðið gegn Spáni á EM í sumar. Markvörðurinn tilkynnti í dag að hann myndi ekki spila aftur fyrir landsliðið en verður áfram hjá Bayern Munchen. 21.8.2024 22:02