Íþróttafréttamaður

Ágúst Orri Arnarson

Ágúst Orri er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Selirnir verða heiðurs­gestir á fyrsta heima­leik KR

Formaður borgarráðs fullyrti við framkvæmdastjóra KR að borgin sé ekki að draga úr fjárframlagi vegna fjölnotaíþróttahúss KR. Einungis sé um tilfærslur að ræða. Framkvæmdastjórinn tekur því fagnandi að selirnir fái bætta aðstöðu, samhliða KR.

Ronaldo langtekjuhæsti í­þrótta­maður heims

Þriðja árið í röð er knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo tekjuhæsti íþróttamaður heims, samkvæmt úttekt tímaritsins Forbes, með næstum því tvöfalt hærri tekjur en næsti maður á listanum, Steph Curry.

Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu odda­leik

Jamal Murray, leikstjórnandi Denver Nuggets, spilaði þrátt fyrir veikindi og hjálpaði liðinu að tryggja oddaleik gegn Oklahoma City Thunder í undanúrslitum vesturdeildar NBA, með 119-107 sigri í nótt.

Um­boðs­menn Huijsen mættir til Madrídar

Hinn tvítugi Dean Huijsen, miðvörður Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni, virðist vera á leið til Real Madrid, sem vill ganga frá félagaskiptum fyrir HM félagsliða. Umboðsmenn Huijsen eru sagðir mættir til Madrídar til að ganga frá samningum.

Asencio verður á­kærður fyrir að dreifa barna­klámi

Raúl Asencio og þrír leikmenn sem spiluðu með honum í ungmennaliði Real Madrid, Ferran Ruiz, Andres Martin og Juan Rodriguez eru ásakaðir um að hafa í leyfisleysi tekið upp og dreift kynferðislegu myndefni af tveimur konum. Önnur þeirra var undir lögaldri. Rannsókn málsins er lokið og ákærur verða gefnar út á næstunni.

Úlfarnir í úr­slit vestursins

Minnesota Timberwolves tryggðu sér sæti í úrslitum vesturdeildar NBA annað árið í röð, með öruggum sigri í fimm leikja seríu gegn Golden State Warriors, 121-110 sigri í útsláttarleiknum í nótt. Boston Celtics héldu sér á lífi með sigri gegn New York Knicks.

Sjá meira