Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Jordan Henderson virðist ekki vera á förum frá Ajax. Hann er nú sagður sjá eftir því að hafa viljað yfirgefa félagið og fara til Mónakó. 1.2.2025 08:02
Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Það má að venju finna fjöruga dagskrá á íþróttarásum Vodafone og Stöðvar 2. Tveir fótboltaleikir, tveir ruðningsleikir, íshokkíleikur og tvenn golfmót verða í beinni útsendingu. 1.2.2025 06:03
Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Devin Booker var ekki valinn til að taka þátt í stjörnuleik NBA deildarinnar. Hann telur tímabært að stækka stjörnuleikinn þannig að bæði stjörnuliðin megi hafa fimmtán leikmenn, líkt og liðum í deildinni hefur verið leyft undanfarin fjögur tímabil. 31.1.2025 23:15
Elías skoraði og Stefán lagði upp Elías Már Ómarsson skoraði mark NAC Breda í 1-1 jafntefli gegn Heracles. Stefán Teitur Þórðarsson kom inn af varamannabekknum og lagði upp mark Preston í 2-1 tapi á útivelli gegn Blackburn Rovers. 31.1.2025 22:11
Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Breiðablik er Þungavigtarbikarmeistari eftir 4-2 sigur gegn Stjörnunni í úrslitaleik, öll sex mörkin voru skoruð í seinni hálfleik. 31.1.2025 21:57
Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Gísli Gottskálk Þórðarson lagði upp mark í sínum fyrsta keppnisleik fyrir pólska liðið Lech Poznan í öruggum 4-1 sigri gegn Widzew Lodz. 31.1.2025 21:38
Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Ríkjandi heimsmeistararnir í handbolta frá Danmörku eru á leið í úrslitaleik fjórða mótið í röð. Þar munu þeir mæta lærisveinum Dags Sigurðssonar frá Króatíu. 31.1.2025 21:14
Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Topplið Vals heimsótti Stjörnuna í Garðabæ og vann öruggan 24-40 sigur í fjórtándu umferð Olís deildar kvenna. 31.1.2025 21:00
Búbbluhausinn verður í banni Isaiah Stewart hefur verið dæmdur í eins leiks bann, án launa, í NBA deildinni eftir að hafa safnað upp sex óíþróttamannslegum villum á sig á tímabilinu. Hann mun taka bannið út í kvöld, á sama tíma og Detroit Pistons mun gefa búbbluhaus í hans mynd. 31.1.2025 20:45
Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Unai Emery, þjálfari Aston Villa, er sannfærður um að framherjinn Ollie Watkins muni ekki fara frá félaginu líkt og John Durán, sem var að ganga frá félagaskiptum til Al Nassr í Sádi-Arabíu. 31.1.2025 20:01