Íþróttafréttamaður

Ágúst Orri Arnarson

Ágúst Orri er íþróttafréttamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna

Pep Guardiola hefur klórað sér í höfði undanfarið yfir gengi Manchester City, hann segir vandamál liðsins ekki Erling Haaland einum að kenna. Liðið allt verði að stíga upp, en það gæti reynst erfitt gegn Everton, sem fær varla á sig mark þessa dagana.

Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin

Leikmenn Liverpool snæða jólasteikina í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar þetta árið, sem hefur sjö sinnum gerst áður en aðeins einu sinni hefur liðið orðið meistari. Englandsmeistarar Manchester City voru í fimmta sæti á sama tíma í fyrra. 

„Besti í­þrótta­maður Ís­lands gleymdist“

Fimleikakonan Thelma Aðalsteinsdóttir var ekki tilnefnd sem íþróttamaður ársins þrátt fyrir frábæran árangur á árinu. Sigmundi Steinarssyni, íþróttafréttamanni til fjölda ára, var mjög brugðið og veltir því fyrir sér eftir hverju farið er þegar afrek íþróttamanna eru metin.

Ver jólunum í faðmi fjöl­skyldunnar og vonast eftir lóðasetti

Dagný Brynjarsdóttir hefur spilað vel með West Ham á Englandi að undanförnu en er nú komin til Íslands í jólafrí, sem hún mun verja í faðmi fjölskyldunnar. Hún vonast til að finna lóðasett í jólapakkanum í kvöld svo hún geti æft heima yfir hátíðarnar.

Hækkaði um tæp hundrað sæti á heims­listanum í ár

Andri Nikolaysson Mateev er skylmingamaður ársins í níunda sinn, eftir að hafa farið upp um níutíu og fimm sæti á heimslistanum á einu ári. Skylmingakona ársins er Íslandsmeistarinn Anna Edda Gunnarsdóttir Smith, sem tók þátt á sínu öðru heimsmeistaramóti í ár.

Sjá meira