Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina NBA liðið Memphis Grizzlies hefur ákveðið að reka sigursælasta þjálfara í sögu félagsins, Taylor Jenkins, þegar aðeins níu leikir eru eftir af tímabilinu og úrslitakeppnin framundan. 28.3.2025 18:31
Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sveinbjörn Pétursson átti stórleik í marki Hapoel Ashdod sem var ísraelskur bikarmeistari í dag með 37-32 sigri gegn MK Holon í úrslitaleik. Akureyringurinn varði alls sextán skot í leiknum, þar af tvö víti. 28.3.2025 18:01
Dagskráin í dag: Úrslitaleikir og hitað upp fyrir úrslitakeppnina Fjörugur föstudagur er framundan á íþróttarásum Stöðvar 2 og Vodafone. Tveir úrslitaleikir í fótbolta, ásamt fjölda annarra leikja og viðburða. Sérfræðingarnir á Körfuboltakvöldi verða svo með veglegt uppgjör og upphitun fyrir úrslitakeppnina í Bónus deildinni. 28.3.2025 06:02
Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Wisla Plock er þremur mörkum yfir í umspilseinvíginu gegn Nantes eftir 28-25 sigur í fyrri leiknum. Viktor Gísli Hallgrímsson varði fimm skot gegn sínum gömlu frönsku félögum. 27.3.2025 21:39
Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Jafnt er nú milli Íslendingaliðanna Savehof og Karlskrona í átta liða úrslita einvígi sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta eftir 30-36 sigur Karlskrona í kvöld. Framundan er oddaleikur næsta mánudag. 27.3.2025 19:56
Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliði Wolfsburg er liðið féll úr leik í Meistaradeildinni eftir samanlagt 10-2 tap í einvígi gegn Barcelona. Leikur kvöldsins endaði með 6-1 sigri Barcelona. 27.3.2025 19:42
Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Pick Szeged er marki undir í einvígi sínu gegn PSG eftir 30-31 tap í fyrri leiknum í umspilseinvígi í Meistaradeildinni í handbolta. Janus Daði Smárason skoraði þrjú mörk og gaf eina stoðsendingu fyrir heimamenn. 27.3.2025 19:29
Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Hegðun fjögurra leikmanna Real Madrid, eftir sigurinn í sextán liða úrslitum gegn Atlético Madrid, er til rannsóknar hjá UEFA. Kylian Mbappé, Vinícius Junior, Antonio Rudiger og Dani Ceballos gætu verið dæmdir í leikbann fyrir ósæmandi hegðun. 27.3.2025 18:06
Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Norski fjölskyldufaðirinn og hlaupaþjálfarinn Gjert Ingebrigtsen neitaði fyrir dómstólum ásökunum sem börn hans bera honum á hendur um líkamlegt og andlegt ofbeldi. Öll sjö börn hans munu bera vitni en aðeins eitt þeirra hefur opinberlega tekið hans hlið. Fyrsti þátturinn úr raunveruleikaseríu fjölskyldunnar var sýndur í dómsal í gær til að útskýra fjölskyldumynstrið. 25.3.2025 07:03
Dagskráin í dag: Landsleikjahlénu lýkur Landsleikjahlénu lýkur formlega í dag og leikur Svíþjóðar og Norður-Írlands verður sýndur á Vodafone Sport. Þar má einnig finna leik í NHL deildinni. 25.3.2025 06:00