Jón Axel og félagar spila til úrslita Jón Axel Guðmundsson og félagar í San Pablo Burgos munu spila úrslitaleik á morgun í bikarkeppni neðri deilda Spánar. Það varð ljóst eftir 101-79 útisigur í undanúrslitum gegn Odilo Cartagena í kvöld. 24.1.2025 22:21
Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Landsliðsmenn Íslands voru verðlaunaðir með McDonald‘s hamborgurum eftir sigurinn í síðasta leik. Þeir eiga engar hamingjumáltíðir skilið í kvöld ef marka má Íslendinga sem tjáðu sig á samfélagsmiðlum um tapið slæma gegn Króatíu. 24.1.2025 22:13
„Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ „Við fengum rosa góða byrjun á leiknum, vörnin var alveg hrikalega sterk og markvarslan góð. Fengum ekkert hraðaupphlaup út úr því en náðum að komast í sóknirnar og klára þær ágætlega,“ sagði landsliðsþjálfari Króatíu, Dagur Sigurðsson, eftir sigurinn gegn Íslandi. 24.1.2025 21:51
„Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Erfiður dagur. Við vorum bara ekki nægilega góðir,“ sagði landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson eftir sex marka tap gegn Króatíu. Hann segir liðið ekki hafa náð sama takti varnarlega og í síðustu tveimur leikjum, tapið muni síðan líklega kosta sæti í átta liða úrslitum. 24.1.2025 21:24
Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Selfoss tók á móti Stjörnunni í þrettándu umferð Olís deildar kvenna og vann fimm marka sigur. 27-22 urðu lokatölur eftir að Selfoss skoraði síðustu þrjú mörk leiksins. 24.1.2025 19:40
Tveggja marka tap í toppslagnum Inter tapaði 2-0 á útivelli gegn Juventus í toppslag ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. 24.1.2025 19:33
„Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftanes, var ánægður með 111-100 sigur og frammistöðu sinna manna í skemmtilegum leik gegn KR. Þó sé ekki tímabært að tala um að Álftanes sé að slíta sig laust frá fallbaráttu. Hvort breytinga sé von eins og á síðasta ári veit guð einn. 23.1.2025 22:41
Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Álftanes vann KR 111-100 í viðureign liðanna í Kaldalónshöllinni í fimmtándu umferð Bónus deildar karla. Álftanes hafði ekki unnið heimaleik í rúma tvo mánuði og tapað sex af síðustu sjö leikjum fyrir þennan. Tveimur stigum munar nú milli liðanna, KR ofar með fjórtán stig. 23.1.2025 21:00
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ „Helvíti skemmtilegur leikur, mikil barátta. Mikil orka sem fór í hann. Þannig að ég er bara mjög sátt, en mjög þreytt,“ sagði Guðbjörg Sverrisdóttir eftir 63-61 sigur Vals gegn Aþenu í leik sem gerði hana að leikjahæstu konu í sögu úrvalsdeildarinnar í körfubolta. 21.1.2025 22:03
Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Valur vann Aþenu 63-61 eftir æsispennandi leik í fimmtándu umferð Bónus deildar kvenna. Aþenukonur grófu sér djúpa holu í upphafi en virtust ætla að stela sigrinum undir lokin. Svo varð ekki og Guðbjörg Sverrisdóttir endaði á því að skora síðustu stigin, í leiknum sem gerði hana að leikjahæsta leikmanni í sögu úrvalsdeildarinnar. 21.1.2025 21:00