Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Bana­slys í djamm­ferð á­hafnarinnar breytti öllu

Arnór Sveinsson jógakennari gjörbreytti lífi sínu eftir skyndilegt banaslys frænda síns og náins vinar sem var með honum til sjós. Arnór, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, hafði verið á sjó síðan hann mundi eftir sér, en eftir slysið fór hann á flakk um heiminn til að læra hugleiðslu, öndun- og kuldaþjálfun.

Fyrr­verandi þing­maður á­minntur fyrir lögmannsstörf

Höskuldur Þór Þórhallsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins um árabil, var á dögunum áminntur fyrir störf sín sem lögmaður. Hann hélt eftir fjármunum erfingja í dánarbúi og reyndi að villa um fyrir úrskurðarnefnd lögmannafélagisns.

Lýst eftir Pétri Jökli á vef­síðu Interpol

Lýst er eftir íslenskum karlmanni á vefsíðu Interpol að beiðni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Beiðnin er tilkomin vegna tilraunar til innflutnings á tæplega 100 kílóum af kókaíni frá Brasilíu til Íslands.

Orð Krist­rúnar gangi gegn jafnaðar­stefnunni

Samflokkskonur Kristrúnar Frostadóttur formanns Samfylkingarinnar segja mannréttindi vera kjarna jafnaðarstefnunnar. Þær segja allt tal um hámarksfjölda hælisleitenda ekki í anda jafnaðarfólks og raunar ganga gegn jafnaðarstefnunni.

Skýringar eigin­konunnar dugðu ekki í Lands­rétti

Landsréttur hefur staðfest skilorðsbundna dóma yfir feðgum fyrir umfangsmikla fíkniefnaframleiðslu og peningaþvætti. Ári eftir að feðgarnir voru handteknir komu þeir á fót sjávarafurðafyrirtæki sem flytur út fisktegundir frá Íslandi um allan heim og veltir milljörðum króna. Eiginkona föðurins sem sýknuð var í héraðsdómi af peningaþvætti var sakfelld í Landsrétti. 

Ísteka stefnir ís­lenska ríkinu

Ísteka hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu vegna ákvörðunar matvælaráðherra um að fella alla starfsemi félagsins tengda blóðnytjum úr fylfullum hryssum undir reglugerð nr. 460/2017 um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni.

Lög­maður skammaður fyrir fram­komu gagn­vart erfingjum

Lögmaður á Íslandi sem skipaður var skiptastjóri í dánarbúi konu hefur verið áminntur af úrskurðarnefnd lögmanna fyrir að hafa haldið eftir fjármunum erfingjanna og reyna að villa um fyrir nefndinni. Hann heldur þó þóknun sinni sem erfingjar konunnar töldu allt of háa.

Sjá meira