Guðbjörg orðin pítsudrottning Guðbjörg Matthíasdóttir og fjölskylda eru stærsti hluthafinn í Domino's á Íslandi eftir kaup á níu prósent hlut í félaginu. Guðbjörg er sannkallaður stórlax í sjávarútvegi en styrkir nú stöðu sína á flatbökumarkaðnum þar sem Domino's hefur stærsta hlutdeild. 17.4.2024 10:00
Lilja leiðir nýja markaðs- og sjálfbærnideild Sýnar Lilja Kristín Birgisdóttir hefur verið ráðin til þess að veita nýrri deild Markaðs- og sjálfbærni hjá Sýn forstöðu og mun leiða vörumerkja uppbyggingu Vodafone, Stöðvar 2, Stöð 2 Sport, Vísis, Bylgjunnar, FM957, X977 og Já. 16.4.2024 16:30
Nældi í eiginkonu Davíðs, barnaði tvisvar og tók upp nafnið hans Ýmsir ráku upp stór augu þegar veitingamaðurinn umsvifamikli Quang Le fór að nota nafnið Davíð Viðarsson á síðasta ári. Enginn þó jafnhissa og miður sín og annar Davíð Viðarsson. Íslenskur karlmaður sem hefur verið skráður faðir tveggja barna Quang Le í hálfan annan áratug gegn vilja sínum. Hann segist brenndur af samskiptum sínum við Quang Le sem hófust fyrir tveimur áratugum. 15.4.2024 07:01
Þriggja mínútna símtal uppfylli ekki skýran samning Stjórnarformaður Bankasýslunnnar segir alveg skýrt að frumkvæðisskyldan sé á Landsbankanum varðandi upplýsingagjöf. Það sé samningsbundið að Landsbankinn upplýsi Bankasýsluna með formlegum hætti um fyrirhugaða sölu. 12.4.2024 16:40
Kvöldfréttir Stöðvar 2 í opinni dagskrá á ný Frá og með mánudeginum 15. apríl munu allir landsmenn hafa greiðan aðgang að kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá, alla daga ársins klukkan 18:30. Opinn fréttagluggi mun ná yfir fréttir, sportpakkann og Ísland í dag. 12.4.2024 10:28
Fjölnota íþróttahús KR á leið í útboð Borgarráð hefur samþykkt að heimila umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur að hefja útboðsferli vegna byggingar á nýju fjölnota íþróttahúsi KR við Frostaskjól, sem mun bæta æfingaaðstæðu mjög fyrir iðkendur á öllum aldri. Húsið verður alls um 6700 fermetrar og þar af er íþróttasalur um 4400 fermetrar. 11.4.2024 16:58
Hótelið alls ekki sex hundruð metra frá ströndinni Íslenskt par sem ferðaðist á suðrænar slóðir í fyrrasumar fær 130 þúsund króna afslátt af ferðalagi sínu úr hendi ferðaskrifstofu sem bókaði ferðina. Hótelið var mun lakara en auglýst hafði verið auk þess sem ströndin var alls ekki í nokkur hundruð metra fjarlægð eins og auglýst hafði verið. 11.4.2024 16:51
Þrjú ný andlit í framkvæmdastjórn Sýnar Þrjú koma ný inn í framkvæmdastjórn Sýnar hf. Stjórn félagsins samþykkti nýtt skipulag á aðalfundi sínum í dag og tilkynnti til Kauphallar. Skipulagsbreytingarnar eiga að miða að því að auka skilvirkni í rekstri félagsins. 11.4.2024 15:21
Ætla að fæla barnaníðing úr sundlauginni Skólastjórinn í Dalskóla í Úlfarsárdal hefur varað foreldra og forráðamenn barna í skólanum við dæmdum kynferðisbrotamanni sem leitar í Dalslaug á skólatíma. Hann spjalli reglulega við drengi í skólasundi. Allt kapp verði lagt á að fæla manninn frá sundlauginni. 11.4.2024 12:19
Uppselt á augabragði og bætt við tónleikum Forsala á tónleikana með Nick Cave hófst í morgun klukkan 10 og var barist um hvert sæti sem í boði var. Nú er orðið uppselt á tónleikana þriðjudagskvöldið 2. júlí og þurftu fjölmargir frá að hverfa tómhentir. 11.4.2024 11:52