Ellefu MR-ingar röðuðu sér í sautján efstu sætin Ellefu nemendur við Menntaskólann í Reykjavík höfnuðu í efstu sautján sætunum í Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema sem fram fór um helgina. Þrjátíu keppendur mættu til leiks og fór svo að Benedikt Vilji Magnússon úr MR sigraði með 52 stigum af 60 mögulegum. 7.3.2022 11:05
Myndband sýnir árásina í miðbænum um helgina Tvítugur íslenskur karlmaður varð fyrir alvarlegri stunguárás við Ingólfstorg í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Myndband af árásinni er komið í dreifingu á samfélagsmiðlum og má sjá í spilaranum að ofan. Andlit hlutaðeigandi hafa verið afmáð. 7.3.2022 10:25
Viðsnúningur í nauðgunarmáli í Landsrétti Karlmaður nokkur var í Landsrétti í dag sýknaður af ákæru um nauðgun á skemmtistað í Reykjavík í maí 2018. Hann hafði áður verið dæmdur í átján mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa reynt að hafa samræði við konuna án hennar samþykkis og notfært sér ástand hennar sökum ölvunar. 4.3.2022 16:38
Hættir sem framkvæmdastjóri hjá Play og einbeitir sér að fluginu Guðni Ingólfsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Play. Guðni tekur við sem framkvæmdastjóri af Arnari Má Magnússyni, einum af stofnendum Play. Þetta kemur fram í tilkynningu Play til Kauphallar. 4.3.2022 16:14
Óvissa með umboð lækkar skuld Costco um fleiri milljónir Costco á Íslandi þarf að greiða Samtökum verslunar og þjónustu (SVÞ) 2,8 milljónir króna auk dráttarvaxta vegna vangoldinna félagsgjalda. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem kveðin var upp í dag. 4.3.2022 15:53
Opna dyrnar fyrir flóttafólki frá Úkraínu Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að virkja tiltekna grein Útlendingalaganna sem opnar á móttöku flóttafólks frá Úkraínu án sérstakra ferla. Forsætisráðherra segir um tímabundið leyfi að ræða en aðstæður í Evrópu séu einstakar um þessar mundir. 4.3.2022 14:42
Bjóða flóttafólki og aðstandendum í kvöldmat í Guðrúnartúni Matsalur auglýsingastofunnar Pipar/TBWA við Guðrúnartún verður mögulegur griðastaður flóttafólks frá Úkraínu og aðstandenda þeirra á kvöldverðartíma á virkum dögum næstu vikurnar. 4.3.2022 13:17
Sá sem liggur undir grun laus úr haldi lögreglu Karlmaður sem var handtekinn í þágu rannsóknar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á bruna í húsi við Auðbrekku í Kópavogi í fyrrinótt er laus úr haldi. Húsið var ekki samþykkt íbúðahúsnæði. 4.3.2022 12:54
Lækjartorg verður inngangurinn að Kvosinni Lækjartorg mun taka stakkaskiptum á næstu misserum og verður lyft upp á spennandi og áhugaverðan hátt samkvæmt tillögunni Borgaralind eftir Sp(r)int Studio og Karrens en Brands, sem bar sigur úr býtum í hönnunarsamkeppni um Lækjartorg og aðliggjandi gatnarými. Reykjavíkurborg vekur athygli á þessu í tilkynningu. 4.3.2022 11:08
Fjöldi fólks ætlar sér tvær skrifstofustjórastöður Alls bárust 36 umsóknir um tvær skrifstofustjórastöður í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu sem auglýstar voru 10. febrúar sl. en umsóknarfrestur rann út 28. febrúar. 4.3.2022 10:58