Telur varaforsetann stunda atvinnuróg og krefst skýringa Andri Sigurðsson, hönnuður og félagi í Sósíalistaflokknum, krefst skýringa frá Alþýðusambandi Íslands vegna ummæla sem þriðji varaforseti sambandsins lét hafa eftir sér í viðtali. Hann segir að með ummælunum sé vegið að starfsheiðri hans. 8.3.2022 16:26
Kviknaði í stórum jeppa á Hólmsheiði Eldur kviknaði í stórum jeppa á Hólmsheiði á fjórða tímanum í dag. Ökumaður náði að keyra bílinn út af veginum og koma sér út úr honum. 8.3.2022 15:54
Fullt út úr dyrum á friðartónleikum í Hallgrímskirkju Boðað var til friðartónleika í Hallgrímskirkju klukkan 18 í dag vegna innrásar Rússlands í Úkraínu. Margir af fremstu listamönnum þjóðarinnar komu fram. Tónleikarnir voru í beinni útsendingu á Vísi. 8.3.2022 15:00
Sveinn fékk ekki símtal frá sendiherra Rússlands á Íslandi Læknirinn og lagahöfundurinn Sveinn Rúnar Sigurðsson fékk ekki símtal frá froðufellandi starfsmanni rússneska sendiráðsins eins og hann lýsti í Facebook-færslu sem vakið hefur mikla athygli og ratað í fréttir. 8.3.2022 14:09
Bein útsending: Ný skýrsla kynnt um stöðu og áskoranir í orkumálum Í byrjun árs skipaði Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra þriggja manna starfshóp sem fékk það verkefni að vinna skýrslu um stöðu og áskoranir í orkumálunum með sérstakri vísan til markmiða og áherslna stjórnvalda í loftslagsmálum. 8.3.2022 13:16
Úkraínskt flóttafólk gisti á heimili dómsmálaráðherra Úkraínsk kona og sonur hennar gistu í nótt á heimili Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra í Kópavogi. Fólkið er á meðal þeirra sem flúið hafa heimalandið eftir innrás Rússlands. 8.3.2022 10:24
Lóa Björk um borð í Lestina Lóa Björk Björnsdóttir hefur verið ráðin í dagskrárgerð og menningarumfjöllun á Rás 1. Hún mun stýra Lestinni með Krisjáni Guðjónssyni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. 7.3.2022 16:40
Ragnar Kjartansson og Kári Stefánsson á friðartónleikum Boðað hefur verið til friðartónleika í Hallgrímskirkju klukkan 18 á morgun vegna innrásar Rússlands í Úkraínu. Margir af fremstu listamönnum þjóðarinnar koma fram. Tónleikarnir verða í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. 7.3.2022 16:19
Bæjarfulltrúi dregur framboð sitt skyndilega til baka Guðmundur Gísli Geirdal, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, hefur ákveðið að draga framboð sitt í prófkjöri flokksins til baka. Hann vísar til persónulegra ástæðna. 7.3.2022 14:23
Gylfi Þór leiðir teymið sem aðstoðar flóttafólk frá Úkraínu Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsanna, hefur verið ráðinn til þess að stýra því stóra verkefni að skipuleggja komu flóttafólks frá Úkraínu til landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. 7.3.2022 11:20