Landsmenn ættu að finna til sólgleraugu fyrir þriðjudaginn Sólin er á leiðinni í heimsókn til Íslands. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Bliku varar við komu hinnar gulu í færslu á Facebook-síðu sinni. Í gríni segir hann um gula viðvörun að ræða. 28.3.2022 10:40
Sex ára fangelsi fyrir brot á þroskaskertum konum Tæplega sextugur karlmaður hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum sem allar eru með þroskaskerðingu. Þá var hann dæmdur til að greiða þeim milljónir króna í bætur. 26.3.2022 07:01
Kennari fyrir norðan dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn nemanda Kennari á fertugsaldri á Norðurlandi eystra hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot og barnaverndarlagabrot gegn fimmtán ára nemanda sínum. Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra þess efnis. 25.3.2022 15:49
Aðalsteinn þarf að gefa skýrslu eftir frávísun í Hæstarétti Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, þarf að gefa skýrslu hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Þetta er ljóst eftir að Hæstiréttur vísaði kæru Aðalsteins frá dómi í dag. Hæstiréttur taldi að Aðalsteinn hefði ekki heimild til að kæra frávísunarúrskurð Landsréttar til Hæstaréttar. 25.3.2022 14:43
Lay Low syngur Með Hækkandi sól í söfnunarmessu fyrir Úkraínu Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, betur þekkt sem Lay Low, mun flytja lagið Með hækkandi sól í söfnunarmessu fyrir hjálparstarf kirkjunnar í Úkraínu í sunnudagsmessu í Fella- og Hólakirkju á sunnudaginn. Lagið er framlag Íslands til Eurovision í ár. 25.3.2022 12:14
Nýr formaður SGS segir átökin í hreyfingunni nauðsynleg Vilhjálmur Birgisson, nýkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins, segir umboð sitt sem formaður ótvírætt. Mikilvægt sé að verkalýðssamtökin takist á um mál. En þegar stefnan liggi ljós fyrir þurfi allir að leggjast á eitt. Það sé samfélaginu til ævarandi skammar að lágmarkslaun dugi ekki fyrir nauðsynjum. 25.3.2022 11:53
Vilhjálmur nýr formaður Starfsgreinasambandsins Vilhjálmur Birgisson hefur verið kjörinn nýr formaður Starfsgreinasambandsins. Vilhjálmur hlaut sjötíu atkvæði (53,85 prósent) og Þórarinn G. Sverrisson sextíu atkvæði (46,15 prósent). Alls greiddu 130 manns atkvæði í formannskjörinu. 25.3.2022 11:12
Bein útsending: Hafa víðerni virði? Hvað eru víðerni? Af hverju skipta þau máli? Hversu mikilvæg eru íslensk víðerni í alþjóðlegu samhengi? Hvert er viðhorf ferðamanna og ferðaþjónustuaðila til víðerna? 25.3.2022 09:15
Níu andlát tengd lækninum nú á borði lögreglu Rannsókn Lögreglunnar á Suðurnesjum á mistökum í starfi læknis við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur undið upp á sig og lýtur nú að andláti níu sjúklinga á stofnuninni á árunum 2018 til 2020. Því til viðbótar eru mál fimm annarra sjúklinga til skoðunar en þeir höfðu verið látnir hefja lífslokameðferð áður en þeir voru fluttir á hjúkrunarheimili og slíkri meðferð hætt. 24.3.2022 15:57
Tveimur barna Sævars dæmdar 77 milljónir króna í bætur Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða Lilju Rún Jensen og Victor Blæ Ciesielski Jensen 77 milljónir króna hvoru um sig. Lilja og Victor eru börn Sævars Marínós Ciesielski heitins sem var á meðal sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24.3.2022 15:18