Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fallið frá skerðingum á stór­not­endur og fjar­varma­veitur

Landsvirkjun hefur fallið frá skerðingum á afhendingu raforku til stórnotenda og fjarvarmaveitna, í ljósi batnandi vatnsbúskapar síðustu daga. Fyrir helgi var fallið frá áformum um endurkaup raforku. Eftir stendur þó, að skerðingar til fiskimjölsverksmiðja munu vera óbreyttar enn um sinn.

Vigdís segir Sigurð Inga hafa viðhaft særandi ummæli

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segir að innviðaráðherra hafi látið afar særandi ummæli falla í aðdraganda myndatöku á nýafstöðnu Búnaðarþingi. Hún segir særandi að reynt sé að gera lítið úr upplifun hennar.

Þessar götur verða malbikaðar í Reykjavík á árinu

Malbikað verður alls fyrir 1.340 milljónir króna í Reykjavíkurborg í sumar. Er það hækkun um 200 milljónir frá því sem var áður gert ráð fyrir í áætlun. Ástæða þess er aukið niðurbrot slitlaga, einkum vegna veðurfars í vetur.

Réðst á konu eftir aðgerð og veittist svo að föður hennar

Karlmaður á Norðurlandi eystra sætir þriggja mánaða nálgunarbanni en hann er grunaður um að hafa beitt konu ofbeldi eftir að hún gekkst undir aðgerð. Þegar faðir konunnar reyndi að tala um fyrir manninum er hann sagður hafa veist að föðurnum.

Broddi sagði „fréttalestri er lokið“ í síðasta sinn

„Það er lítið eftir af þessum fréttatíma og nú skal gott látið heita. Hlustendum er þökkuð samfylgdin,“ sagði Broddi Broddason varafréttastjóri RÚV í lok hádegisfréttatíma Ríkisútvarpsins í dag. Tíminn var sá síðasti sem Broddi les en hann kveður nú fjölmiðla sökum aldurs eftir 35 ára starf. „Fréttalestri er lokið“ voru lokaorðin venju samkvæmt.

Sjá meira