Annar tankurinn sprakk og minnti á jarðskjálfta Sprengingin mikla sem varð á bensínstöð Olís við Álfheima eftir hádegið í gær kom frá bílnum sem stóð við metandælu á stöðinni. Þar sem sprengingin er ekki talin tengjast dælunni og bensínstöðinni hefur vinnueftirlitið ekki lengur aðkomu að rannsókn málsins. Þetta herma heimildir fréttastofu. 14.2.2023 09:16
Aðalsteinn vill stíga til hliðar í deilu SA og Eflingar Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari hefur lagt til við félags- og vinnumarkaðsráðherra að hann stígi til hliðar sem sáttasemjari í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Hann segir persónuna alltaf bera að víkja fyrir málefninu. 13.2.2023 17:13
Væri lágkúrulegt ef sáttasemjari færi með málið til Hæstaréttar Formaður Eflingar er í skýjunum með sigur í deilu sinni við ríkissáttasemjara sem krafðist að fá félagatal stéttarfélagsins afhent. Hún trúir ekki öðru en að sáttasemjari stígi loks til hliðar svo hægt verði að setjast að samningaborðinu og semja um Eflingarsamning fyrir Eflingarfólk. 13.2.2023 16:38
Fullnaðarsigur Eflingar í félagatalsdeilu við sáttasemjara Landsréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Efling þurfi ekki að afhenda ríkissáttasemjara félagatal sitt. Þetta staðfestir lögmaður Eflingar í samtali við fréttastofu. 13.2.2023 15:30
Tveir fluttir á sjúkrahús eftir sprengingu á bensínstöð við Álfheima Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynnt var um sprengingu við bensínstöð Olís á mótum Álfheima og Suðurlandsbraut skömmu fyrir klukkan 14:30 í dag. Tveir voru fluttir á bráðamóttöku Landspítalans. 13.2.2023 14:36
Vökin í Öskjuvatni stækkar um sem nemur sjötíu fótboltavöllum Eldfjallafræðingar fylgjast grannt með stækkun vakarinnar í Öskjuvatni. Vökin var á laugardaginn orðin 205 hektarar að stærð og hafði flatarmál hennar þá aukist um fimmtíu hektara á einum sólarhring. 13.2.2023 14:31
Slökkvilið kallað út í Fossvogsskóla Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í Fossvogsskóla rétt fyrir klukkan tvö í dag vegna reyks í skólabyggingunni. 13.2.2023 14:08
Efling boðar til atkvæðagreiðslu um verkfall tæplega 1700 manns Samninganefnd Eflingar samþykkti einróma á fundi sínum í gær 12. febrúar þrjár verkfallsboðanir. Þær ná til starfsfólks á hótelum, öryggisfyrirtækjum og ræstingarfyrirtækja. 13.2.2023 12:38
Löng bið eftir bensíni hjá Costco Svo virðist sem íbúar á höfuðborgarsvæðinu séu byrjaðir að fylla á bíla sína í ljósi verkfalls olíubílstjóra sem hefst að óbreyttu á miðvikudag. Löng röð hefur verið í Costco í Kauptúni í Garðabæ í morgun eftir bensíni. 13.2.2023 11:28
25 ákærðir fyrir hnífaárásina á Bankastræti Club Héraðssaksóknari hefur ákært 25 í tengslum við rannsókn sína á hnífaárás á skemmtistaðnum Bankastræti Club í nóvember í fyrra. Einn er ákærður fyrir tilraun til manndráps. 10.2.2023 17:26