Hvalveiðivertíðin hefst á morgun með hertum skilyrðum Hvalveiðar geta hafist á morgun en með hertum skilyrðum. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ætlar að setja nýja reglugerð í dag sem ætlað er að bæta umgjörð veiða á langreyðum. Með reglugerðinni er brugðist við niðurstöðum eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar um veiðar á langreyðum árið 2022, áliti fagráðs um velferð dýra og skýrslu starfshóps um mat á leiðum til að fækka frávikum við veiðarnar. 31.8.2023 11:54
Arnhildur verðlaunuð fyrir frumleika í mannvirkjagerð Arnhildur Pálmadóttir arkitekt hefur hlotið viðurkenningu sem frumkvöðull í mannvirkjagerð. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, færði Arnhildi viðurkenninguna á húsnæðisþingi í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem viðurkenning af þessu tagi er veitt fyrir frumkvöðlastarf í mannvirkjagerð í tengslum við húsnæðisþing. 31.8.2023 11:27
Dagskrá riðlast vegna seinkunar á flugi Flugi Icelandair frá Reykjavík til Egilsstaða seinkaði um eina og hálfa klukkustund í morgun. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru um borð en sumarfundur ríkisstjórnarinnar fer fram á Egilsstöðum í dag. Reiknað er með því að matvælaráðherra tilkynni um ákvörðun sína varðandi hvalveiðar á fundinum. 31.8.2023 09:09
Hvorki pirraður nágranni né hrekkjóttur unglingur Listamaðurinn Curver Thoroddsen hefur eignast nýjan vin eftir leystist farsællega úr óvæntri uppákomu á Hamraborgarhátíðinni í Kópavogi. Það sem talið var hafa verið skemmdarverk pirraðs nágranna reyndist hafa verið umsjónarmaður húsnæðisins að vinna vinnuna sína. 30.8.2023 16:37
Svandís greinir frá ákvörðun um hvalveiðar á Egilsstöðum Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ætlar að greina frá ákvörðun sinni varðandi framhald hvalveiða að loknum ríkisstjórnarfundi á morgun. Þetta staðfestir Dúi Landmark upplýsingafulltrúi í matvælaráðuneytinu. Um er að ræða sumarfund ríkisstjórnarinnar sem fer fram á Egilsstöðum. 30.8.2023 14:03
Hádegisfréttir Bylgjunnar Hugsanlegt er að Skaftárhlaup hafi náð hámarki. Að sögn bónda á svæðinu er vatnsmagnið minna nú en oft áður og heimafólk ekki uggandi yfir stöðunni eins og er. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á slaginu tólf. 30.8.2023 11:59
Gul viðvörun um helgina Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs á stóru hluta landsins á föstudagskvöld og fram eftir degi á laugardaginn. Vissara er fyrir fólk að hugsa að trampólínum í görðum víða um land. 30.8.2023 11:15
Lokanir á fjallvegum vegna hlaup í Skaftá Lögreglan á Suðurlandi vekur athygli á lokunum á fjallvegum vegna yfirstandandi hlaups í Skaftá. Í tilkynningu segir að staðan sé reglulega metin með sérfræðingum Veðurstofu Íslands og Almannavörnum. 30.8.2023 10:40
Tók íbúðina úr sölu þótt mamman tryði ekki vinningnum Karlmaður um fertugt datt í lukkupottinn liðna helgi og vann 32,5 milljónir króna í Lottó. Hann beið ekki boðanna með að taka íbúðina sína úr sölu en átti erfitt með að sannfæra móður sína um stóra vinninginn. 30.8.2023 10:33
Sóttu eldisstjóra til Færeyja Landeldisfyrirtækið First Water hefur ráðið Heðin N. Joensen frá Færeyjum í stöðu eldisstjóra fyrirtækisins. Í tilkynningu frá First Water segir að Heðin hafi yfir 30 ára reynslu af fiskeldi og endurnýtingu vatnskerfa. 30.8.2023 10:18