Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Dramatík hjá leið­sögu­mönnum: Kröfðust af­sagnar formanns í upp­hafi fundar

Fimm af átta stjórnar- og varastjórnarmönnum í Félagi leiðsögumanna - Leiðsögn kröfðust afsagnar formanns þegar í stað á stjórnarfundi í gærkvöldi. Formaðurinn segir fólkið fara fram með dylgjum og ásetningur þeirra að viðhalda stöðnun, óeiningu og koma í veg fyrir framfarir innan félagsins. Þetta kemur fram í fundargerð fundarins.

Katrín fékk tölvu­póst ellefu mínútum fyrir at­kvæða­greiðsluna

Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra barst tölvupóstur ellefu mínútum áður en atkvæðagreiðsla hófst hjá Sameinuðu þjóðunum um ástandið á Gaza-svæðinu. Hún segist ekki hafa séð póstinn fyrr en eftir að atkvæðagreiðsla hófst og ekki hafi verið óskað sérstaklega eftir afstöðu hennar til málsins.

KFUM og KFUK leita til reynslubolta í sálgæslu

Kristilegu félagasamtökin KFUM og KFUK hafa fengið félagsráðgjafa og prest til að taka við reynslusögum þeirra sem hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi af hálfu séra Friðriks Friðrikssonar, stofnanda samtakanna.

Skjálfti upp á 4,5 fannst víða

Fólk á suðvesturhorninu fann margt hvert vel fyrir jarðskjálfta nærri Grindavík um klukkan nítján mínútur  yfir tólf. Íbúar á Akranesi voru á meðal þeirra sem fundu fyrir skjálftanum sem reyndist 4,5 að stærð.

Séra Friðrik hulinn svörtu klæði

Vegfarandi í miðbæ Reykjavíkur síðdegis á laugardag varð þess var að umtöluð stytta af séra Friðrik Friðikssyni hafði verið hulin með svörtu klæði. Til umræðu er að fjarlægja styttuna af horni Lækjargötu og Amtmannsstígs.

Riða greindist í kind í Húna­þingi vestra

Kind frá bænum Stórhóli í Húnaþingi vestra greindist með riðu í nýlegri sýnatöku. Matvælastofnun er byrjuð að undirbúa aðgerðir þar sem faraldsfræðilegum upplýsingum verður safnað og áhersla lögð á að rekja hvert kindur af bænum hafa verið fluttar.

Matthew Perry látinn

Matthew Perry, ein af stjörnum gamanþáttanna Friends, er látinn 54 ára gamall. Perry lék Chandler Bing í tíu þáttaröðum Friends á árunum 1994 til 2004. Þættirnir eru einhverjir vinsælustu sjónvarpsþættir sögunnar.

Zuism-bróðir dæmdur í þriggja ára fangelsi

Einar Ágústsson, annar tveggja bræðra sem eru kenndir við trúfélagið Zuism, hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir fjársvik með því að hafa tugi milljóna króna af fólki með blekkingum á árunum 2010 og 2012. Hann hefur þegar greitt fórnarlömbum sínum stóran hlut fjárhæðarinnar sem hann sveik af fólkinu.

Sögulegur Pokémon viðburður í Skeifunni

Efnt verður til skiptikvölds Pokémon-spilara í Barnaloppunni í Skeifunni á laugardagskvöld. Skipuleggjendur telja Pokémon-samfélagið á Íslandi miklu stærra en fólki detti í hug. Um sögulegan viðburð er að ræða.

Sjá meira