Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Her­bert skuld­laus og fullur af þakk­læti

Herbert Guðmundsson tónlistarmaður fagnar því á síðasta degi ársins að verða orðinn skuldlaus. Herbert er nýorðinn sjötugur og því sannkallað tímamót ár hjá söngvaranum.

Segir skip­stjórana tvo hafa van­rækt skyldur sínar

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar segir tvo skipstjórnarmenn á Huginn VE hafa vanrækt skyldur sínar í tengslum við það þegar akkeri féll frá borði og setti neysluvatnskerfi Vestmannaeyinga í uppnám. 

Sjó­menn og vél­stjórar vilja Gildi út

Aðalfundur Sjómanna- og vélastjórafélags Grindavíkur krefst þess að lífeyrissjóðurinn Gildi segi sig úr Landssambandi lífeyrissjóða. Þannig hljóðaði önnur tveggja ályktana sem samþykktar voru á fámennum aðalfundi sem fram fór í húsi fagfélaganna að Stórhöfða 29 í Reykjavík í gær.

Fyrr­verandi bæjar­stjóri á Nesinu gjald­þrota

Jónmundur Guðmarsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Seltjarnarnesi og framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, hefur verið úrskurðaður gjaldþrota. Frá þessu er greint í Lögbirtingablaðinu í dag.

Gypsy Rose losnar úr steininum og gefur út bók

Gypsy Rose Blanchard sem komst í heimsfréttirnar fyrir að hafa lagt á ráðin um að myrða móður sína bíður þess nú að losna úr fangelsi. Hún hefur afplánað rúm sjö ár fyrir aftan lás og slá en verður látin laus í dag.

Hulunni svipt af Fröken Reykja­vík

Hulunni hefur verið svipt af því hvaða yngismær bræðurnir Jón Múli og Jónas Árnasynir höfðu í huga þegar þeir sömdu textann við lagið Fröken Reykjavík um miðja síðustu öld.

Harma að ekki hafi fundist staður fyrir brennu

Ferða-, safna- og menningarráð Suðurnesjarbæjar harmar þá erfiðleika sem komið hafa upp við að finna áramótabrennu staðsetningu í Sandgerði sem uppfylli skilyrði fyrir slíkar brennur. Framtíðarfyrirkomulag verði skoðað betur að ári en í ár fái íbúar kyndla í boði bæjarins.

Fyrsta stiklan úr nýrri gaman­mynd Sigur­jóns Kjartans­sonar

Fullt hús í leikstjórn Sigurjóns Kjartanssonar verður frumsýnd í janúar 2024 en um er að ræða gamanmynd um kammerhljómsveit í fjárhagskröggum. Staðan er svo slæm að hljómsveitin er tilbúin að fremja hvaða svívirðilega glæp sem er til að halda góða tónleika.

Taka sér frí frá flug­eldum

Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík hefur ákveðið að selja enga flugelda þessi áramótin. Flugeldasalan hefur verið langstærsta fjáröflun Þorbjörns síðustu áratugina og algjör lykilþáttur í okkar rekstri.

Sjá meira