Breiðfylkingin slítur kjaraviðræðum Breiðfylkingin hefur slitið kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins um nýjan kjarasamning. Breiðfylkingin segir viðræður árangurslausar 9.2.2024 17:47
Bjargar börnum á Gasa og vinnur meiðyrðamál á Íslandi Landsréttur hefur staðfest sýknudóm úr héraði yfir Maríu Lilju Þrastardóttur aðgerðarsinna. Huginn Þór Grétarsson rithöfundur stefndi Maríu Lilju fyrir ummæli sem hún lét falla á Facebook í maí fyrir sex árum. María Lilja var ekki viðstödd dómsuppkvaðninguna en hún er að bjarga Palestínumönnum frá Gasa. 9.2.2024 17:26
Skorti sönnunargögn gegn stjúpafa á Suðurlandi Landsréttur hefur mildað dóm karlmanns sem stundaði það að taka myndir stjúpdóttur sinni og tveimur stjúpbarnabörnum ýmist nöktum eða klæðalitlum. Hann fékk fimmtán mánaða fangelsisdóm í héraði en Landsréttur taldi ekki sönnun komna fram hvað varðaði öll ákæruatriðin. 9.2.2024 16:48
Nýjar vísbendingar varðandi hvarf Jóns Þrastar Systkini Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í Dublin á Írlandi fyrir fimm árum eru mætt til írsku höfuðborgarinnar í þeim tilgangi að aðstoða við rannsókn lögreglu á málinu. Írska lögreglan segir tvær nýjar vísbendingar hafa borist og leitar til almennings. 9.2.2024 15:05
Bein útsending: Frumkvöðlar bítast um Gulleggið Lokakeppni Gulleggsins fer fram í dag og er ein milljón króna undir fyrir sigurvegarann. Keppnin fer fram í Grósku og munu keppendur í úrslitum kynna verkefni sín fyrir dómnefnd. Keppnin verður í beinu streymi á Stöð 2 Vísi. 9.2.2024 15:01
Ingveldur kveður Hæstarétt Ingveldur Einarsdóttir hæstaréttardómari og varaforseti réttarins lætur af störfum sökum aldurs í ágúst. Staða dómara við réttinn verður auglýst. 9.2.2024 13:48
Halda fullum launum í fæðingarorlofi Verkfræðistofan Mannvit sem starfað hefur frá árinu 1963 heitir COWI frá og með næstu viku. COWI keypti íslensku verkfræðistofuna í fyrra og er nafnabreytingin hluti af sameiningarferli Mannvits við COWI-samstæðuna. Íslensku starfsfólki bjóðast fríðindi á borð við full laun í fæðingarorlofi. COWI sér fyrir sér vöxt og leitar að öflugu starfsfólki. 9.2.2024 12:56
Reikna með heitu vatni í hús á sunnudag Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir vinnu ganga vel við að tengja Njarðvíkurlögnina, heitavatnslögnina sem skemmdist þegar hraun rann yfir hana nærri Svartsengi í gær. Reiknað er með því að vatni verði hleypt á kerfið á miðnætti. Tvo sólarhringa tekur að ná fullum þrýstingi á kerfið. 9.2.2024 12:11
Heita vatnið að klárast á Sauðárkróki Það er ekki bara á Suðurnesjum sem skortir heitt vatn því íbúar á Sauðárkóki og nærsveitum eru beðnir um að fara sparlega með heita vatnið sem er að klárast í bænum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skagafjarðarveitum. 9.2.2024 10:27
„Þið vitið ekki neitt um hvernig mitt hjarta slær“ Kristján Berg Ásgeirsson, betur þekktur sem Fiskikóngurinn, gerir mikinn greinarmun á flóttafólki sem kemur til landsins til að vinna og þeim sem hanga á spena íslenska ríkisins. Meirihluti starfsfólks hans sé af erlendu bergi brotið. Hann gefur svokölluðu „góða fólki“ langt nef. 9.2.2024 06:00