Þyrla Gæslunnar aðstoðar við slökkvistarf Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðaði í gærkvöldi Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins við að hafa hemil á gróðureldi við Búrfellsgjá við Helgafell. Þar hljóp eldur í mosa og erfitt var að koma slökkvibifreið á staðinn og því takmarkaður slökkvibúnaður meðferðis. 3.5.2021 07:38
Tveir snarpir skjálftar vestur af Kleifarvatni í nótt Tveir snarpir jarðskjálftar sem fundust vel á höfuðborgarsvæðinu riðu yfir vestur af Kleifarvatni í nótt. 3.5.2021 07:16
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við sóttvarnalækni en fimm greindust með kórónuveiruna í gær og voru þau öll í sóttkví. 30.4.2021 11:33
150 milljónir smitast af Covid-19 á heimsvísu Rúmlega hundrað og fimmtíu milljónir manna á heimsvísu hafa nú smitast af kórónuveirunni ef marka má samantekt AFP fréttastofunnar en sömu sögu er að segja ef litið er á teljara Johns Hopkins háskólans sem frá upphafi faraldursins hefur haldið utan um tölur um smitaða. 30.4.2021 07:48
Tugir látnir á fjölmennri trúarhátíð í Ísrael Að minnsta kosti fjörutíu og fjórir eru látnir á fjölmennri trúarhátíð í norðausturhluta Ísraels. Tugir eru slasaðir að auki en fólkið tróðst undir í mannmergðinni. Um árlega samkomu er að ræða sem haldin er í hlíðum Meron fjalls. 30.4.2021 06:49
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður fjallað um upplýsingafund vegna kórónuveirunnar sem fram fór í morgun og rætt við sóttvarnalækni. 29.4.2021 11:35
Sextíu prósent Íslendinga eru fylgjandi afglæpavæðingu neysluskammta Sextíu prósent landsmanna eru nú fylgjandi afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna, ef marka má nýja könnun Félagsvísindastofnunar. 29.4.2021 06:41
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum bregðum við okkur í Laugardalshöll þar sem verið er að bólusetja níu þúsund manns í dag. 28.4.2021 11:35
Síldarvinnslan verðlögð á allt að 99 milljarða fyrir hlutafjárútboð Síldarvinnslan, eitt eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, er verður verðlögð á allt að 99 milljarða króna í komandi hlutafjárútboði félagsins sem fram fer 10. til 12. maí. 28.4.2021 07:01
Fleiri en 200 þúsund látið lífið af völdum Covid-19 á Indlandi Kórónuveirufaraldurinn er enn í mikilli útbreiðslu á Indlandi en á síðustu sjö dögum hafa fleiri greinst smitaðir þar en í nokkru öðru landi. 28.4.2021 06:47